1671-1680

áratugur
(Endurbeint frá 1671–1680)

1671-1680 var 8. áratugur 17. aldar sem telst til árnýaldar í sögu Evrópu, Jedótímabilsins í sögu Japans, Tjingtímabilsins í sögu Kína, tíma Mógúlveldisins í sögu Indlands og Tyrkjaveldis í sögu Miðausturlanda. Í sögu Suðaustur-Asíu, Afríku, Norður- og Suður-Ameríku er þetta tími evrópsku nýlenduveldanna; portúgalska og spænska heimsveldisins, Breska- og Hollenska Austur-Indíafélagsins. Í sögu Norður- og Mið-Asíu einkennist þetta tímabil af útþenslu Rússaveldis og Tjingveldisins í Kína.

Árþúsund: 2. árþúsundið
Öld: 16. öldin · 17. öldin · 18. öldin
Áratugir: 1651–1660 · 1661–1670 · 1671–1680 · 1681–1690 · 1691–1700
Ár: 1671 · 1672 · 1673 · 1674 · 1675 · 1676 · 1677 · 1678 · 1679 · 1680
Flokkar: Fædd · Dáin · Stofnað · Lagt niður

Í jarðsögunni er 17. öldin hluti af mýrarskeiðinu síðara á Hólósentímabilinu eða Mannöld.

Atburðir og aldarfar

breyta

Stríð í Evrópu

breyta
 
Þorpsskólinn eftir Jan Steen frá því um 1670.
 
Skip við ströndina í góðum byr eftir Willem van de Velde yngri frá því um 1670.

Tvö tengd stríð áttu sér stað á þessum áratug: Stríð Frakklands og Hollands hófst með skyndiárás Frakka á Holland árið 1672 með stuðningi Englands, Svíþjóðar og biskupanna í Münster og Köln. Hollendingar náðu hins vegar nokkrum mikilvægum sigrum á flotum Frakka og Englendinga (þriðja stríð Englands og Hollands) auk þess sem Heilaga rómverska ríkið, Spánn og kjörfurstinn af Brandenborg gengu til liðs við þá. Englendingar drógu sig út úr stríðinu 1674. 1675 ákvað Kristján 5. Danakonungur að nýta tækifærið og gerði innrás í Skán sem var upphaf skánska stríðsins. Brandenborgarar réðust einnig á lönd Svía á meginlandinu. Með friðarsamningum 1679 fengu Svíar öll lönd sín aftur.

Uppreisnir gegn Mógúlveldinu

breyta

Á Indlandsskaga jókst andstaðan við Mógúlkeisarann Aurangzeb sem barðist gegn helgisiðum hindúa og síka og hélt fram strangari túlkun íslam en fyrirrennarar hans. Á Dekkanhásléttunni veitti Shivaji, sem síðar stofnaði Marattaveldið, honum viðnám og í austri vann her Ahomríkisins sigur á her keisarans í orrustunni við Saraighat 1671. Árið eftir gerðu Pastúnar uppreisn og her Mógúlveldisins var tvístrað af ættbálkum þeirra í Kaíberskarði.

Uppreisn lénsherranna þriggja

breyta

Í Kína ríkti mansjúkeisarinn Kangxi yfir stóru og erfiðu ríki. Héraðshöfðingjar fengu því mikið sjálfstæði frá miðstjórnarvaldinu í Peking. Þrír fyrrum herforingjar í her Mingveldisins voru gerðir að lénsherrum yfir Yunnan, Guizhou, Guangdong og Fujian. Þetta voru gríðarstór lén og náðu samanlagt yfir helminginn af Suður-Kína. Þegar lénsherrarnir hugðust láta af völdum létu þeir reyna á það hvort keisarinn heimilaði þeim að velja sér eftirmenn, sem í reynd þýddi að gera lén þeirra að erfðalénum. Þegar keisarinn neitaði, gerðu þeir uppreisn sem var kölluð uppreisn lénsherranna þriggja og snerist um að endurreisa Mingveldið. Uppreisnin stóð í átta ár frá 1673-1681 og lauk með sigri keisarans.

Brennumál

breyta

Í Frakklandi kom Eiturmálið upp 1676 þegar upp komst um morð framin með eitri af konum á ættingjum og keppinautum. Ljósmóðirin Catherine Deshayes var dæmd fyrir að útvega konum eitur og brennd á báli árið 1680. Á Íslandi héldu Selárdalsmálin áfram. 1674 skrifaði séra Páll Björnsson í Selárdal bókina Kennimark Kölska. Árið eftir voru tveir menn brenndir fyrir að valda veikindum prestfrúarinnar í Selárdal og 1678 voru mæðgin úr Skagafirði tekin af lífi fyrir sömu sakir.

Könnun Norður-Ameríku

breyta

Frönsku landkönnuðirnir René-Robert Cavelier de la Salle og Louis Jolliet könnuðu ár og vötn í Norður-Ameríku. Jolliet og jesúítatrúboðinn Jacques Marquette könnuðu og kortlögðu Mississippifljót fyrstir manna. La Salle sigldi um Vötnin miklu í leit að Norðvesturleiðinni til Kyrrahafsins, fyrst með tíu tonna brigantínunni Frontenac og síðan með Le Griffon, 45 tonna barkskipi sem hélt í jómfrúarferð sína 7. ágúst 1679.

Vísindasaga

breyta

Á árunum frá 1671 til 1677 gerðu Ole Rømer og Jean Picard fjölda stjörnufræðiathugana í Úraníuborg, stjörnuskoðunarstöð Tycho Brahe á eynni Hveðn. Þessar athuganir leiddu meðal annars til útreikninga Rømers á ljóshraða sem hann kynnti fyrst fyrir Frönsku vísindaakademíunni og gaf út í vísindatímaritinu Journal des sçavans árið 1676. Rannsóknir Hollendingsins Antonie van Leeuwenhoek með smásjá voru hins vegar gefnar út af Konunglega breska vísindafélaginu í tímariti þeirra Philosophical Transactions. Grein þar sem hann lýsti fyrstur manna einfrumungum mætti almennri vantrú og orðspor hans beið hnekki. Hann fékk uppreisn æru árið 1680 og var gerður að fullgildum félaga sama ár.

Ráðamenn

breyta
 
Aurangzeb Mógúlkeisari
 
Loðvík 14. Frakkakonungur
 
Mehmet 4. Tyrkjasoldán
1671 1672 1673 1674 1675 1676 1677 1678 1679 1680
Aceh Taj ul-Alam (1641-1675) Nurul Alam (1675-1678) Inayat Syah (1678-1688)
Ahomríkið Sunyatphaa (1670-1672) Suklamphaa (1672-1674) Suhung (1674-1675) Gobar Roja (1675) Sujinphaa (1675-1677) Sudoiphaa (1677-1679) Sulikphaa (1679-1681)
Ayutthaya Narai mikli (1656-1688)
Benínveldið Akengboi (1669–1675) Akenkpaye (1675–1684)
Bornúveldið Idris 4. af Bornú (1677-1696)
Brúnei Abdul Mubin (1660-1673) Muhyiddin (1673-1690)
Búkarakanatið Abdul Aziz Khan (1645–1680)
Búrma Pye (1661-1672) Narawara Minyekyawdin (1673-1698)
Dahómey Houegbadja (1645-1685)
Dalai Lama Ngawang Lobsang Gyatso (1617/1642-1682)
Dansk-norska ríkið Kristján 5. (1670-1699)
Dsungarveldið Galdan (1670-1697)
England, Írland og Skotland Karl 2. (1660-1685)
Eþíópía Jóhannes 1. (1667-1682)
Frakkland Loðvík 14. (1643-1715)
Heilaga rómverska ríkið Leópold 1. (1657-1705)
Holland Vilhjálmur 3. af Óraníu (1650-1702)
Japan Reigen (1663-1687)
Tokugawa Ietsuna (1651-1680)
Johor Abdul Jalil Shah 3. (1623-1677) Ibrahim Shah (1677-1685)
Kasakkanatið Salqam-Jangir Khan (1629–1680)
Kingveldið Kangxi (1661-1722)
Kongó Garcia 3. Nkanga a Mvemba (1669-1685)
Krímkanatið Adil Giray Selim 1. Giray (1671-1678) Murad Giray (1678-1681)
Lan Xang Sourigna Vongsa (1637-1694)
Lundaveldið Yaav 2. a Nawej (1660-1690)
Marattaveldið Shivaji (1674-1680) Sambhaji (1680-1689)
Marokkó Moulay al-Rashid (1666-1672) Ismail Ibn Sharif (1672-1727)
Mataram Amangkurat 1. (1646-1677) Amangkurat 2. (1677-1703)
Mógúlveldið Aurangzeb (1658-1707)
Mutapa Kamharapasu Mukombwe (1663-1692)
Ndongo-Matamba Francisco Guterres Ngola Kannini (1680-1681) Verónica Guterres Kangala Kingwanda (1681-1721)
Páfi Klemens 10. (1670-1676) Innósentíus 11. (1676-1689)
Portúgal Alfons 4. (1656-1683)
Pólsk-litháíska samveldið Michał Korybut Wiśniowiecki (1669-1673) Jóhann 3. Sobieski (1673-1696)
Rússneska keisaradæmið Alexis Rússakeisari (1645-1676) Fjodor 3. (1676-1682)
Safavídaríkið Súleiman 1. (1666-1694)
Spánn Karl 2. (1665-1700)
Svíþjóð Karl 11. (1660-1697)
Tyrkjaveldi Mehmet 4. (1648-1687)
Víetnam Trịnh Tạc (1654-1682)

Tenglar

breyta