Kasakkanatið (kasakska: Қазақ хандығы, Qazaq xandığı, قازاق خەندىغى) var kasakst ríki sem tók við af Gullnu hirðinni, og stóð frá 1456 til 1847. Það var staðsett um það bil þar sem nú er Kasakstan. Á hátindi sínum náði það frá austurhluta Cumaniu (nú Vestur-Kasakstan) yfir stærstan hluta Úsbekistan, Karakalpakstan og ána Syr Darya og herjaði allt til Astrakan og Khorasan sem er núna í Íran. Þrælar voruð teknir í herförum kasaka til héraða í Rússlandi,[1] Mið-Asíu, og Vestur-Síberíu (Basjkortostan) meðan kanatið stóð.[2][3][4] Síðar veiktist kanatið vegna innrása Ojrada og Dsungara sem leiddu til í hnignunar þess og klofnings í þrjár Jüz („hirðir“) sem með tímanum misstu fullveldi sitt og voru að lokum innlimaðar í Rússneska keisaradæmið.

Frímerki frá Kasakstan sem sýnir Abul Khair Khan.

Tilvísanir

breyta
  1. Eastern Destiny: Russia in Asia and the North Pacific By G. Patrick March [1]
  2. The Kazakhs By Martha Brill Olcott
  3. Studies in History, Volume 4
  4. Russia's Steppe Frontier: The Making Of A Colonial Empire, 1500-1800 By Michael Khodarkovsky [2]
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.