Skánska stríðið

Skánska stríðið var stríð milli Danmerkur og Svíþjóðar og bandamanna þeirra sem stóð frá 1675 til 1679. Stríðið hófst í september 1675, þegar Danmörk og Brandenburg gerðu árás á sænska landgönguliða í Pommern. Fyrri hluta árs 1676 hófust árásir á Skán. Danir ætluðu sér að endurheimta Skán sem Svíar höfðu lagt undir sig árið 1658.

Orrustur í skánska stríðinu: Öland, Lundur, Køge Bugt og Landskrona.

Danski herinn var að jafnaði betur þjálfaður, vopnaður og útbúinn en sá sænski. Stríðinu lauk samt án afgerandi sigurvegara.

Sænski flotinn tapaði á sjónum og danski herinn fór halloka á Skáni, en Svíar töpuðu aftur á móti fyrir Brandenburg. Stríðið og bardagarnir stöðvuðust þegar Holland, sem barðist með Danmörku samdi frið við Frakkland í stríði Frakklands og Hollands, og Frakkar studdu Svíþjóð. Karl 11. Svíakonungur giftist dönsku prinsessunni Ulriku Eleonoru, systur Kristjáns 5. Danakonungs.

Friður komst á eftir þrýsting frá Frakklandi með samningunum í Fontainebleau og Lundi (milli Svíþjóðar og Danmerkur) og í Saint-Germain (milli Svíþjóðar og Brandenburg) þar sem Danmörk féllst á að skila þeim svæðum sem þeir höfðu unnið af Svíþjóð.