1651-1660

áratugur
(Endurbeint frá 1651–1660)

1651-1660 var sjötti áratugur 17. aldar sem telst til árnýaldar í sögu Evrópu.

Árþúsund: 2. árþúsundið
Öld: 16. öldin · 17. öldin · 18. öldin
Áratugir: 1631–1640 · 1641–1650 · 1651–1660 · 1661–1670 · 1671–1680
Ár: 1651 · 1652 · 1653 · 1654 · 1655 · 1656 · 1657 · 1658 · 1659 · 1660
Flokkar: Fædd · Dáin · Stofnað · Lagt niður

Atburðir og aldarfar

breyta
 
Maður og kona við virginal. Málverk eftir Gabriel Metsu frá 1658-1660.
 
Kristín Svíadrottning á hestbaki eftir Sébastien Bourdon frá 1653.

Enska samveldið

breyta

Síðustu stórorrustu Ensku borgarastyrjaldarinnar lauk með ósigri konungssinna og Karls 2. árið 1651. Enska þingið ríkti yfir Enska samveldinu en þar gætti vaxandi einveldistilburða Olivers Cromwell sem gerðist einvaldur í reynd árið 1654. 1658 lést hann og sonur hans tók við en hann sagði af sér árið eftir. 1660 var konungdæmið svo endurreist þegar Karl 2. kom til London. Eitt af hans fyrstu verkum var að láta lífláta alla þá sem undirrituðu dauðadóminn yfir föður hans.

Syndaflóðið í Póllandi

breyta

Kmelnitskíjuppreisnin gaf Rússum átyllu til að ráðast á Pólsk-litháíska samveldið 1654. Árið eftir réðist Karl 10. Gústaf Svíakonungur einnig inn í Lífland og hélt svo áfram inn í landið og lagði undir sig Varsjá og Kraká. Hann lenti þó fljótt í vandræðum og hélt með leifar liðs síns í herför til Danmerkur. Pólverjum tókst á endanum að sigra einnig Rússa og bandamenn þeirra, Prússa og Transylvana, en það sem áður var stærsta Evrópuríkið var illa statt eftir styrjaldirnar. Rússar gerðu áfram tilkall til Úkraínu og Prússar fengu aukið sjálfstæði. Þetta tímabil er kallað Syndaflóðið í Póllandi eða Sænska syndaflóðið í sögu Póllands.

Karls Gústafsstríðið

breyta

Ófarir Karls 10. í Póllandi gáfu Friðriki 3. ástæðu til að ætla að hann gæti endurheimt þau lönd sem Svíar höfðu haft af Dönum 1645. Hann réðist því inn í Skán. Karl 10. Gústaf tók þessu hins vegar sem kærkomnu tækifæri til að losa sig úr vonlausri stöðu í Póllandi. Hann réðist inn í Danmörku með her sinn og lagði Jótland fljótlega undir sig veturinn 1657. Óvenjumikið frost olli því að Litlabelti og Stórabelti frusu og sænski herinn gat því vandkvæðalaust komist með allan sinn farangur yfir á Sjáland í janúar 1658. Friðrik neyddist til að gefast upp og undirrita Hróarskeldufriðinn. Karl virti þó ekki samkomulagið og réðist aftur inn í Danmörku síðar sama ár. Dönum tókst þá, með hjálp Hollendinga, að hrinda áhlaupi Svía á Kaupmannahöfn og taka hersveitir þeirra höndum á Sjálandi. Þrændalög, sem Svíar höfðu fengið við samningana í Hróarskeldu, gerðu uppreisn og hröktu Svíana burt. Árið eftir neyddist Karl til að draga her sinn til baka. Niðurstaðan var því sú að Svíar héldu Skáni, en fengu engin ný lönd.

Galdrafárið á Íslandi

breyta

Árið 1654 hófst brennuöld á Íslandi þegar þrír menn voru brenndir á báli fyrir galdur í Trékyllisvík á Ströndum. Tveimur árum síðar hófst Kirkjubólsmálið í Skutulsfirði sem leiddi til brennu tveggja manna vegna kæru Jóns Magnússonar þumlungs sem samdi Píslarsögu sína tveimur árum síðar sér til varnar.

Ráðamenn

breyta
1651 1652 1653 1654 1655 1656 1657 1658 1659 1660
Dansk-norska ríkið Friðrik 3. (1648-1670)
England, Írland og Skotland Enska samveldið (1649-1660)
Eþíópía Fasilides (1632-1667)
Frakkland Loðvík 14. (1643-1715)
Hið heilaga rómverska ríki Ferdinand 3. (1637-1657) Leópold 1. (1657-1705)
Holland Vilhjálmur 3. af Óraníu (1650-1702)
Japan Go-Kōmyō (1643-1654) Go-Sai (1654-1663)
Tokugawa Iemitsu (1623-1651) Tokugawa Ietsuna (1651-1680)
Kingveldið Shunzhi (1644-1661)
Krímkanatið İslâm 3. Giray (1644-1654) Mehmed 4. Giray (1654-1666)
Marokkó Mohammed esh Sheikh es Seghir (1636-1655) Ahmad el Abbas (1655-1659)
Mógúlveldið Shah Jahan (1628-1658) Aurangzeb (1658-1707)
Ottómanaveldið Memeð 4. (1648-1687)
Páfi Innósentíus 10. (1644-1655) Alexander 7. (1655-1667)
Portúgal Jóhann 4. (1640-1656) Afonso 4. (1656-1683)
Pólsk-litháíska samveldið Jóhann 2. Kasimír (1648-1672)
Rússneska keisaradæmið Alexis Rússakeisari (1645-1676)
Spánn Filippus 4. (1621-1665)
Safavídaríkið Abbas 2. (1642-1666)
Svíþjóð Kristín Svíadrottning (1632-1654) Karl 10. Gústaf (1654-1660)