Innósentíus 11. (16. maí 161112. ágúst 1689) var páfi frá 1676 til dauðadags. Hann hét upphaflega Benedetto Odescalchi og var frá Como þar sem hann hlaut menntun í jesúítaskóla. Eftir lögfræðinám í Róm og Napólí gegndi hann ýmsum ábyrgðarstöðum fyrir Páfaríkið og Innósentíus 10. gerði hann að kardinála. Síðar varð hann sendimaður páfa í Ferrara og biskup í Novara. Þar varð hann þekktur fyrir aðstoð sína við fátæka og sjúka.

Innósentíus 11.

Þegar Klemens 9. lést kom Odescalchi helst til greina sem eftirmaður hans, en Frakkar settu sig gegn honum. Eftir lát Klemens 10. féllust þeir hins vegar á kjör hans en tengsl páfa við Loðvík 14. Frakkakonung voru alla tíð erfið.

Innósentíus reyndi hvað hann gat til að minnka kostnað við rekstur rómversku hirðarinnar og barðist gegn frænddrægni og annarri spillingu í Páfagarði og reyndi þannig að koma böndum á árlegan halla ríkisrekstursins.


Fyrirrennari:
Klemens 10.
Páfi
(1676 – 1689)
Eftirmaður:
Alexander 8.


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.