Búkarakanatið
Búkarakanatið (persneska خانات بخارا; úsbekska Buxoro Xonligi) var stórt ríki í Mið-Asíu sem stóð frá fyrri hluta 16. aldar þar til seint á 18. öld. Höfuðborg þess var Búkara þar sem nú er Úsbekistan. Sajbanídar, sem röktu ættir sínar til Sibans, barnabarns Djengis Kans, stofnuðu kanatið þegar Múhameð Sajban sameinaði ýmsa úsbekska ættbálka undir sinni stjórn og náði borgunum Samarkand, Herat og Búkara úr höndum Babúrs. Sajbanídar ríktu yfir kanatinu til 1598 þegar Janídar frá Astrakankanatinu tóku við og ríkti til 1740 þegar Nadir Shah lagði það undir sig. Eftir það ríktu fulltrúar Afsjarída í Íran yfir kanatinu þar til einn þeirra, Múrad Shah stofnaði Emíratið Búkara árið 1785.