Mýrarskeiðið síðara

Mýrarskeiðið síðara er síðasta veðurfarsskeið hólósentímabilsins. Það hófst fyrir um 2500 árum og stendur enn yfir. Meðalhiti á þessu tímabili er enn eilítið lægri en á birkiskeiðinu síðara og mýrarskeiðinu fyrra. Á þessu tímabili hefur hiti sveiflast með miklum áhrifum á dýra- og jurtalíf sem óbeint hefur haft áhrif á þróun siðmenningar. Síðustu tvær aldir þessa tímabils með síaukinni iðnvæðingu hafa athafnir mannsins haft áhrif á loftslagsbreytingar með stórauknum útblæstri gróðurhúsalofttegunda.