Konungsríkið Ndongo
Konungsríkið Ndongo, einnig þekkt sem Dongo og Angola, var konungsríki í Afríku sunnan Sahara sem stóð þar sem nú er Angóla að minnsta kosti frá 16. öld þar til það sameinaðist konungsríkinu Matamba þegar systir látins konungs Ndongo, Nzinga Mbandi, flúði þangað undan herförum Portúgala og lagði það undir sig árið 1631. Portúgalir hófu að leggja landið við fljótið Kwanza undir sig frá 1571. Eftir ósigur Nzinga árið 1628 var Filipe Hari a Ngola gerður leppkonungur að undirlagi Portúgala en Nzinga neitaði að viðurkenna hann. Þegar Hollendingar lögðu Lúanda undir sig 1641 barðist hann með Portúgölum en beið ósigur gegn her Nzinga og hollenskum bandamönnum hennar. Sonur hans tók við af honum sem konungur Ndongo en árið 1657 gerðu Portúgalir samkomulag við Nzinga og viðurkenndu yfirráð hennar yfir bæði Ndongo og Matamba. Árið 1670 gerði hann því uppreisn en árið eftir lögðu Portúgalir virki hans í Pungo Adongo undir sig. Eftir það var Ndongo ekki lengur til sem sjálfstætt ríki.