Lan Xang
ríki í Suðaustur-Asíu 1353 - 1707
Lan Xang (laotíska: ລ້ານຊ້າງ lâansâang) var búddískt konungsríki í norðurhluta landsins sem í dag heitir Laos. Ríkið var stofnað af Fa Ngum árið 1354. Afkomendur hans ríktu yfir landinu næstu aldirnar en við lok 17. aldar liðaðist það í sundur, meðal annars vegna afskipta nágrannaríkisins Ayutthaya (Síam). Síðasti konungur Lan Xang var Sourigna Vongsa en við lát hans árið 1694 skiptist ríkið í þrennt: Vientiane, Luang Prabang og konungsríkið Champasak.