Tjingveldið

ríkti yfir Kína 1644 - 1912
(Endurbeint frá Kingveldið)

Tjingveldið (kínverska: 清朝, Qīng cháo; mansjúmál: Daicing gurunð; mongólska: Манж Чин Улс) einnig kallað Mansjúveldið var síðasta keisaraættin sem ríkti yfir Kína frá 1644 til 1912. Keisaraættin kom frá mansjúættbálkinum Aisin Gioro í Mansjúríu og hóf að leggja Kína undir sig 1644. Mansjúmenn gerðu uppreisn gegn hinu ríkjandi Mingveldi undir stjórn Nurhacis 1616 og lýstu yfir stofnun Síðara Jinveldisins. 1636 breyttu þeir nafninu í Tjingveldið og 1644 lögðu þeir Peking undir sig. Þeir náðu fullum yfirráðum yfir Kína 1683 en hankínverjar (sem eru meirihluti íbúa Kína) litu alla tíð á Tjingveldið sem erlend yfirráð.

Fáni Tjingveldisins 1889.

Tjingveldinu tók að hnigna hratt eftir miðja 19. öld, ekki síst vegna þrýstings frá evrópsku nýlenduveldunum og Japan. Keisaraveldið var lagt niður í kjölfar Xinhai-byltingarinnar og keisaraekkjan Longyu sagði af sér fyrir hönd síðasta keisarans Puyi 12. febrúar 1912.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist