Jarðsaga
Jarðsaga er saga þeirra atburða sem hafa mótað jarðfræði jarðarinnar í gegnum tíðina. Jarðsaga byggir á niðurstöðum jarðlagafræði, bergfræði og jarðsmíðafræði.
Jarðsagan nær yfir allt tímabilið frá myndun jarðar og til vorra daga. Aldur jarðarinn er u.þ.b. einn þriðji af aldri alheimsins. Gríðarmiklar breytingar hafa orðið á jörðinni á þeim tíma. Upphaf og þróun lífsins er ein þeirra.
Jörðin varð til fyrir 4.56 milljörðum ára þegar sólkerfið varð til.