Árnýöld er heiti sem sagnfræðingar nota stundum yfir ákveðið tímabil í sögu Vestur-Evrópu og fyrstu evrópsku nýlendnanna og nær yfir þrjár aldir frá lokum miðalda fram að iðnbyltingunni. Þetta tímabil einkennist af síauknu mikilvægi raunvísinda, uppgangi fyrstu kapítalísku hagkerfanna og þjóðríkishugmynda. Tímabilið nær yfir síðari hluta endurreisnarinnar, siðbreytinguna og upplýsinguna.

Mismunandi höfundar telja ólíka atburði marka upphaf árnýaldar. Þeir helstu eru:

Lok tímabilsins eru yfirleitt miðuð við frönsku byltinguna 1789 eða upphaf iðnbyltingarinnar um aldamótin 1800.

  Þessi sagnfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.