1963
ár
(Endurbeint frá Nóvember 1963)
Árið 1963 (MCMLXIII í rómverskum tölum)
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Ísland
breyta- 14. apríl - Hrímfaxi, vél Flugfélags Íslands, fórst við Fornebu-flugvöll í Ósló í Noregi. Tólf voru um borð og fórust þau öll.
- 9. júní - Alþingiskosningar haldnar á Íslandi.
- Ágúst - Tímaritið Iceland Review var stofnað.
- 11. september - Siglingafélagið Nökkvi var stofnað á Akureyri.
- 1. október - Leðurskjaldbaka veiddist í Steingrímsfirði.
- 5. október - Hljómsveitin Hljómar var stofnuð í Keflavík.
- 14. nóvember - Surtsey rís úr sjó.
- 14. nóvember - Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra. (Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar 1963-1970)
- Þjóðvarnarflokkur Íslands var lagður niður.
- Samvinnubanki Íslands var stofnaður.
- Skemmtistaðurinn Sigtún var stofnaður.
Fædd
breyta- 24. ágúst - Yrsa Sigurðardóttir, verkfræðingur og rithöfundur
- 26. nóvember - Kristján Logason, ljósmyndari, ljóðskáld, listamaður.
Dáin
breytaErlendis
breyta- 2. janúar - Víetnamstríðið: Víetkong unnu sinn fyrsta stóra hersigur.
- 4. mars - 6 manns voru dæmdir til dauða fyrir banatilræði við Charles de Gaulle forsætisráðherra Frakklands. De Gaulle náðaði 5 en forsprakkinn var leiddur fyrir aftökusveit nokkrum dögum síðar.
- 10. mars - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu hófst í Bólivíu.
- 17. mars - Agung-eldfjallið gaus á Balí, 1.500 létust.
- 22. mars - Please Please Me, frumraun Bítlanna, kom út.
- 23. mars - Danmörk vann Eurovision með laginu Dansevise.
- 7. apríl - Júgóslavía var yfirlýst sósíalistaríki og Josip Broz Tito var yfirlýstur forseti til dauðadags.
- 28. mars - Hrollvekjan Fuglarnir eftir Alfred Hitchcock var frumsýnd.
- 21. júní - Páll 6. kjörinn páfi eftir lát Jóhannesar 23..
- 26. júní - John F. Kennedy hélt ræðu í Vestur-Berlín. Fleyg voru orðin Ég er berlínarbúi.
- 26. júlí - Jarðskjálfti í Skopje í Makedóníu, 1.800 fórust.
- 24. ágúst - Fyrstu leikir fóru fram í þýsku knattspyrnudeildinni Bundesliga.
- 28. ágúst - Martin Luther King, Jr. fór með ræðuna, Ég á mér draum.
- 16. september - Malasía var stofnað sem ríki.
- 4. október - Stormurinn Flora geisaði á Hispaniólu og Kúbu, 7.000 létust í honum.
- 30. október - Fyrsti Lamborghini-bíllinn var framleiddur.
- 22. nóvember - John F. Kennedy, bandaríkjaforseti, var myrtur í Texas. Lyndon B. Johnson, varaforseti tók við. Meintur morðingi, Lee Harvey Oswald, var skotinn til bana tveimur dögum síðar.
- 10. desember - Sansibar varð sjálfstætt frá Bretlandi.
- 12. desember - Kenía varð sjálfstætt frá Bretlandi.
- Reggísveitin Bob Marley and the Wailers var stofnuð.
- Rokksveitin The Kinks var stofnuð.
Fædd
breyta- 26. janúar - Andrew Ridgeley, breskur tónlistarmaður.
- 17. febrúar - Michael Jordan, körfuknattleiksmaður.
- 13. apríl - Garrí Kasparov, rússneskur stjórnmálamaður og skákmeistari.
- 3. ágúst - James Hetfield, söngvari og lagahöfundur bandarísku hljómsveitarinnar Metallica.
- 9. ágúst - Whitney Houston, söngkona, lagahöfundur, leikkona og framleiðandi (d. 2012)
Dáin
breyta- 23. janúar - Józef Gosławski var pólskur myndhöggvari á 20. öld (f. 1908).
- 10. mars - André Maschinoti, franskur knattspyrnumaður.(f. 1903).
- 2. júní - Ivan Bek, júgóslavneskur knattspyrnumaður (f. 1909).
- 3. júní - Jóhannes 23. páfi (f. 1881).
- 11. febrúar - Sylvia Plath, bandarískt ljóðskáld, rithöfundur og smásagnahöfundur (f. 1932).
- 21. nóvember - Ulises Saucedo, bólivískur knattspyrnuþjálfari og -dómari (f. 1896).
- 22. nóvember - John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna (f. 1917).
- Eðlisfræði - Eugene Paul Wigner, Maria Goeppert-Mayer, J. Hans D. Jensen
- Efnafræði - Karl Ziegler, Giulio Natta
- Læknisfræði - Sir John Carew Eccles, Alan Lloyd Hodgkin, Andrew Fielding Huxley
- Bókmenntir - Giorgos Seferis
- Friðarverðlaun - Alþjóðaráð og alþjóðasamband Rauða krossins