James Alan Hetfield (fæddur 3. ágúst 1963) er aðalsöngvari og lagahöfundur Metallica. James fæddist í bænum Downey í Kaliforníu sem er á stórborgarsvæði Los Angeles.

James Hetfield (2008)

Fjölskylda og einkalíf Breyta

Með fyrrum eiginkonu sinni Fransesca Hetfield á hann þrjú börn.

Foreldrar Hetfields aðhylltust kristin vísindi. Móðir hans dó árið 1979 og þáði enga læknismeðferð vegna trúar sinnar. The God That Failed, lag af samnefndri plötu Metallica er innblásið af því.

Hetfield hefur farið í meðferð við áfengisfíkn.