Michael Jordan
Michael Jeffrey Jordan (fæddur 17. febrúar 1963 í Bandaríkjunum) er fyrrverandi körfuknattleiksmaður. Hann er af mörgum talinn einn af bestu körfuknattleiksmönnum allra tíma, ef ekki sá besti og var einn best markaðssetti íþróttamaður sinnar kynslóðar ásamt því að leika lykilhlutverk í að breiða út vinsældir körfuknattleiks á heimsvísu á 9. og 10. áratug 20. aldar. Hann lék lengst af ferli sínum í NBA deildinni með liði Chicago Bulls, en tvö síðustu árin var hann liðsmaður Washington Wizards.
TengillBreyta
Þetta æviágrip sem tengist körfuknattleik er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.