Bob Marley and the Wailers
Bob Marley and he Wailers var ska- og reggíhljómsveit frá Jamaíka sem starfaði frá 1963 til 1981. Hljómsveitin var stofnuð af Peter Tosh, Bunny Wailer og Bob Marley og gekk til að byrja með undir ýmsum nöfnum. Samstarfi þeirra lauk árið 1974 en eftir það notaði Marley nafnið áfram á hljómsveitina sem lék með honum á tónleikaferðalögum og á plötum. Þrettán breiðskífur komu út undir nafni hljómsveitarinnar: sú fyrsta árið 1965 (The Wailing Wailers) og sú síðasta 1983 tveimur árum eftir lát Marleys (Confrontation).