Please Please Me
Please Please Me er frumraunarplata Bítlanna. Hún var framleidd af George Martin og gefin út í Bretlandi af útgáfunni Parlophone þann 22. mars 1963. Breiðskífan inniheldur fjórtán lög sem eru blanda af ábreiðulögum ásamt frumsömdu efni eftir meðlimina John Lennon og Paul McCartney.
Please Please Me | ||||
---|---|---|---|---|
Breiðskífa eftir | ||||
Gefin út | 22. mars 1963 | |||
Tekin upp | 11. september 1962[1] – 20. febrúar 1963 | |||
Hljóðver | EMI, London | |||
Stefna | ||||
Lengd | 31:59 | |||
Útgefandi | Parlophone | |||
Stjórn | George Martin | |||
Tímaröð – Bítlarnir | ||||
| ||||
Smáskífur af Please Please Me | ||||
|
Bítlarnir höfðu skrifað undir hjá EMI í maí 1962 og voru settir undir Parlophone útgáfuna sem var rekin af Martin. Þeir gáfu út fyrstu smáskífuna „Love Me Do“ í október og komst hún í sautjánda sæti á Record Retailer, sem síðar varð opinberlegi vinsældalistinn í Bretlandi. Eftir það stakk Martin upp á að þeir skyldu taka upp lifandi plötu. Hann hjálpaði þeim að setja saman næstu smáskífuna þeirra, „Please Please Me“, sem komst í efsta sæti ýmissa óopinberra vinsældalista. Martin taldi Cavern Club, heimavettvang sveitarinnar í Liverpool, vera óhentugan fyrir upptöku og breytti planinu yfir í að gefa út hefðbundna stúdíóplötu. Að undanskildu því sem var nú þegar gefið út, tóku Bítlarnir upp Please Please Me á einum degi í EMI hljóðverinu þann 11. febrúar 1963. Martin sá um hljóðvinnslu fyrir lögin „Misery“ og „Baby It's You“ níu dögum síðar.
Platan fékk góðar móttökur í Bretlandi þar sem hún dvaldi í topp 10 sætunum í meira en ár, met fyrir frumraunarplötu sem stóð í hálfa öld. Hinsvegar var platan ekki gefin út í Bandaríkjunum þar sem hljómsveitin seldi illa mest megnið af árinu 1963. Eftir framkomu Bítlaæðisins þar í landi gaf Vee-Jay Records út útdrátt af plötunni undir nafninu Introducing... The Beatles í upphafi árs 1964. Á meðan skipti Capitol Records, bandaríska tónlistarútgáfa EMI, upp efninu af Please Please Me yfir á nokkrar plötur. Önnur lönd fengu aðrar útgáfur af breiðskífunni, sem hélt áfram til ársins 1987, þegar safnskrá Bítlanna var komið á geisladiska og stöðluð að bresku plötunum.
Please Please Me nýtur ennþá mikils lofs. Hún var kosin í 39. sæti á lista Rolling Stone yfir „500 bestu plötur allra tíma“ árið 2012, og sett í 622. sæti á þriðju útgáfu All Time Top 1000 Albums eftir Colin Larkin árið 2000.[5][6]
Lagalisti
breytaÖll lögin voru samin af Lennon–McCartney, nema þar sem er tekið fram. Lengd laga er samkvæmt Jean-Michel Guesdon og Philippe Margotin og aðalraddir samkvæmt Ian MacDonald.[7][8]
Nr. | Titill | Aðalraddir | Lengd |
---|---|---|---|
1. | „I Saw Her Standing There“ | McCartney | 2:52 |
2. | „Misery“ | Lennon og McCartney | 1:47 |
3. | „Anna (Go to Him)“ (Arthur Alexander) | Lennon | 2:54 |
4. | „Chains“ (Gerry Goffin, Carole King) | Harrison | 2:23 |
5. | „Boys“ (Luther Dixon, Wes Farrell) | Starr | 2:24 |
6. | „Ask Me Why“ | Lennon | 2:24 |
7. | „Please Please Me“ | Lennon og McCartney | 2:00 |
Samtals lengd: | 16:44 |
Nr. | Titill | Aðalraddir | Lengd |
---|---|---|---|
1. | „Love Me Do“ | McCartney og Lennon | 2:19 |
2. | „P.S. I Love You“ | McCartney | 2:02 |
3. | „Baby It's You“ (Mack David, Barney Williams, Burt Bacharach) | Lennon | 2:35 |
4. | „Do You Want to Know a Secret“ | Harrison | 1:56 |
5. | „A Taste of Honey“ (Bobby Scott, Ric Marlow) | McCartney | 2:01 |
6. | „There's a Place“ | Lennon og McCartney | 1:49 |
7. | „Twist and Shout“ (Phil Medley, Bert Russell) | Lennon | 2:33 |
Samtals lengd: | 15:15 |
Starfslið
breytaÞeir sem komu að gerð plötunnar; samkvæmt Ian MacDonald og Mark Lewisohn:[9]
Bítlarnir
- John Lennon – söngur, samhljómur og bakrödd; taktur og kassagítar; munnharpa („Chains“, „Please Please Me“, „Love Me Do“, „There's a Place“), klapp
- Paul McCartney – söngur, samhljómur og bakrödd; bassagítar, klapp
- George Harrison – samhljómur og bakrödd; söngur, taktur og kassagítar; klapp; rödd („Chains“ og „Do You Want to Know a Secret“)
- Ringo Starr – trommur, tambúrína („Love Me Do“), hringla („P.S. I Love You“), klapp; rödd („Boys“)
Aðrir tónlistarmenn og framleiðsla
- Stuart Eltham – hljóðmaður (20. febrúar 1963)
- George Martin – framleiðandi, hljóðblandari; píanó („Misery“), hljómborðshljóðfæri („Baby It's You“)
- Norman Smith – hljóðmaður, hljóðblandari
- Andy White – trommur („Love Me Do“ og „P.S. I Love You“)
Vinsældalistar
breytaVikulegir listar
breyta
|
|
Listar undir árslok
breytaListar (1963) | Sæti |
---|---|
Bretland (Record Retailer)[29] | 2 |
Listar (1964) | Sæti |
Bretland (Record Retailer)[30] | 6 |
Tilvísanir
breyta- ↑ Lewisohn 1988, bls. 20.
- ↑ „Pop/Rock " British Invasion " Merseybeat“. AllMusic. Afrit af uppruna á 28. júlí 2013. Sótt 19. september 2013.
- ↑ Carlin, Peter Ames (3. nóvember 2009). Paul McCartney: A Life. Simon & Schuster. bls. 82. ISBN 978-1-4165-6209-2.
- ↑ Med57 (16. janúar 2005). „The Beatles – Please Please Me (album review)“. Sputnikmusic. Afrit af uppruna á 16. febrúar 2013. Sótt 5. janúar 2013.
- ↑ „500 Greatest Albums of All Time: The Beatles, 'Please Please Me'“. Rolling Stone. 2012. Afrit af uppruna á 22. október 2012. Sótt 15. febrúar 2013.
- ↑ Larkin, Colin (2006). All Time Top 1000 Albums (3. útgáfa). London: Virgin Books. bls. 206. ISBN 0-7535-0493-6.
- ↑ Guesdon & Margotin 2013, bls. 24–56.
- ↑ MacDonald 2007, bls. 55–77.
- ↑ MacDonald 2007, bls. 58–77: the Beatles and musicians; Lewisohn 1988, bls. 18–28: production.
- ↑ „Top Ten LPs“. Melody Maker. 4. maí 1963. bls. 1.
- ↑ 11,0 11,1 Lewisohn 2000, bls. 351.
- ↑ „Britain's Top LP's“ (PDF). Record Retailer. 11. maí 1963. bls. 11. Afrit (PDF) af uppruna á 8. apríl 2022.
- ↑ „The Beatles – Full official Chart History“. Official Charts Company. Afrit af uppruna á 12. maí 2016. Sótt 11. apríl 2022.
- ↑ „Offiziellecharts.de – The Beatles – Please Please Me“ (þýska). GfK Entertainment Charts. Sótt 11. apríl 2022.
- ↑ 15,0 15,1 "Dutchcharts.nl – The Beatles – Please Please Me" (á hollensku). Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
- ↑ "Official Albums Chart Top 100". Official Charts Company. Sótt 11. apríl 2022.
- ↑ „Top Compact Disks (for week ending March 21, 1987)“ (PDF). Billboard. 21. mars 1987. bls. 50.
- ↑ "Austriancharts.at – The Beatles – Please Please Me" (á þýsku). Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
- ↑ "Ultratop.be – The Beatles – Please Please Me" (á hollensku). Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
- ↑ "Ultratop.be – The Beatles – Please Please Me" (á frönsku). Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
- ↑ "The Beatles: Please Please Me" (á finnsku). Musiikkituottajat – IFPI Finland. Sótt 12. júní 2016.
- ↑ "Italiancharts.com – The Beatles – Please Please Me". Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
- ↑ "Charts.nz – The Beatles – Please Please Me". Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
- ↑ "Portuguesecharts.com – The Beatles – Please Please Me". Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
- ↑ "Spanishcharts.com – The Beatles – Please Please Me". Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
- ↑ "Swedishcharts.com – The Beatles – Please Please Me". Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
- ↑ "Swisscharts.com – The Beatles – Please Please Me". Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
- ↑ "The Beatles Chart History (Billboard 200)". Billboard. Sótt 11. apríl 2022.
- ↑ Mawer, Sharon (maí 2007). „Album Chart History: 1963“. The Official UK Charts Company. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. desember 2007. Sótt 11. apríl 2022.
- ↑ Mawer, Sharon (maí 2007). „Album Chart History: 1964“. The Official UK Charts Company. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. desember 2007. Sótt 11. apríl 2022.
Heimildir
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Please Please Me“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 16. september 2023.