Please Please Me

Breiðskífa eftir Bítlana frá 1963

Please Please Me er frumraunarplata Bítlanna. Hún var framleidd af George Martin og gefin út í Bretlandi af útgáfunni Parlophone þann 22. mars 1963. Breiðskífan inniheldur fjórtán lög sem eru blanda af ábreiðulögum ásamt frumsömdu efni eftir meðlimina John Lennon og Paul McCartney.

Please Please Me
Mynd af Bítlunum – Ringo, Paul, George, og John – horfandi niður yfir handrið í stigagangi
Breiðskífa eftir
Gefin út22. mars 1963 (1963-03-22)
Tekin upp11. september 1962[1]20. febrúar 1963
HljóðverEMI, London
Stefna
Lengd31:59
ÚtgefandiParlophone
StjórnGeorge Martin
Tímaröð – Bítlarnir
Please Please Me
(1963)
With the Beatles
(1963)
Smáskífur af Please Please Me
  1. „Love Me Do“ / „P.S. I Love You“
    Gefin út: 5. október 1962
  2. „Please Please Me“ / „Ask Me Why“
    Gefin út: 11. janúar 1963

Bítlarnir höfðu skrifað undir hjá EMI í maí 1962 og voru settir undir Parlophone útgáfuna sem var rekin af Martin. Þeir gáfu út fyrstu smáskífuna „Love Me Do“ í október og komst hún í sautjánda sæti á Record Retailer, sem síðar varð opinberlegi vinsældalistinn í Bretlandi. Eftir það stakk Martin upp á að þeir skyldu taka upp lifandi plötu. Hann hjálpaði þeim að setja saman næstu smáskífuna þeirra, „Please Please Me“, sem komst í efsta sæti ýmissa óopinberra vinsældalista. Martin taldi Cavern Club, heimavettvang sveitarinnar í Liverpool, vera óhentugan fyrir upptöku og breytti planinu yfir í að gefa út hefðbundna stúdíóplötu. Að undanskildu því sem var nú þegar gefið út, tóku Bítlarnir upp Please Please Me á einum degi í EMI hljóðverinu þann 11. febrúar 1963. Martin sá um hljóðvinnslu fyrir lögin „Misery“ og „Baby It's You“ níu dögum síðar.

Platan fékk góðar móttökur í Bretlandi þar sem hún dvaldi í topp 10 sætunum í meira en ár, met fyrir frumraunarplötu sem stóð í hálfa öld. Hinsvegar var platan ekki gefin út í Bandaríkjunum þar sem hljómsveitin seldi illa mest megnið af árinu 1963. Eftir framkomu Bítlaæðisins þar í landi gaf Vee-Jay Records út útdrátt af plötunni undir nafninu Introducing... The Beatles í upphafi árs 1964. Á meðan skipti Capitol Records, bandaríska tónlistarútgáfa EMI, upp efninu af Please Please Me yfir á nokkrar plötur. Önnur lönd fengu aðrar útgáfur af breiðskífunni, sem hélt áfram til ársins 1987, þegar safnskrá Bítlanna var komið á geisladiska og stöðluð að bresku plötunum.

Please Please Me nýtur ennþá mikils lofs. Hún var kosin í 39. sæti á lista Rolling Stone yfir „500 bestu plötur allra tíma“ árið 2012, og sett í 622. sæti á þriðju útgáfu All Time Top 1000 Albums eftir Colin Larkin árið 2000.[5][6]

Lagalisti

breyta

Öll lögin voru samin af Lennon–McCartney, nema þar sem er tekið fram. Lengd laga er samkvæmt Jean-Michel Guesdon og Philippe Margotin og aðalraddir samkvæmt Ian MacDonald.[7][8]

Hlið eitt
Nr.TitillAðalraddirLengd
1.„I Saw Her Standing There“McCartney2:52
2.„Misery“Lennon og McCartney1:47
3.„Anna (Go to Him)“ (Arthur Alexander)Lennon2:54
4.„Chains“ (Gerry Goffin, Carole King)Harrison2:23
5.„Boys“ (Luther Dixon, Wes Farrell)Starr2:24
6.„Ask Me Why“Lennon2:24
7.„Please Please Me“Lennon og McCartney2:00
Samtals lengd:16:44
Hlið tvö
Nr.TitillAðalraddirLengd
1.„Love Me Do“McCartney og Lennon2:19
2.„P.S. I Love You“McCartney2:02
3.„Baby It's You“ (Mack David, Barney Williams, Burt Bacharach)Lennon2:35
4.„Do You Want to Know a Secret“Harrison1:56
5.„A Taste of Honey“ (Bobby Scott, Ric Marlow)McCartney2:01
6.„There's a Place“Lennon og McCartney1:49
7.„Twist and Shout“ (Phil Medley, Bert Russell)Lennon2:33
Samtals lengd:15:15

Starfslið

breyta

Þeir sem komu að gerð plötunnar; samkvæmt Ian MacDonald og Mark Lewisohn:[9]

Bítlarnir

  • John Lennon – söngur, samhljómur og bakrödd; taktur og kassagítar; munnharpa („Chains“, „Please Please Me“, „Love Me Do“, „There's a Place“), klapp
  • Paul McCartney – söngur, samhljómur og bakrödd; bassagítar, klapp
  • George Harrison – samhljómur og bakrödd; söngur, taktur og kassagítar; klapp; rödd („Chains“ og „Do You Want to Know a Secret“)
  • Ringo Starr – trommur, tambúrína („Love Me Do“), hringla („P.S. I Love You“), klapp; rödd („Boys“)

Aðrir tónlistarmenn og framleiðsla

  • Stuart Eltham – hljóðmaður (20. febrúar 1963)
  • George Martin – framleiðandi, hljóðblandari; píanó („Misery“), hljómborðshljóðfæri („Baby It's You“)
  • Norman Smith – hljóðmaður, hljóðblandari
  • Andy White – trommur („Love Me Do“ og „P.S. I Love You“)

Vinsældalistar

breyta

Vikulegir listar

breyta

Listar undir árslok

breyta
Frammistaða Please Please Me undir árslok á vinsældalistum
Listar (1963) Sæti
Bretland (Record Retailer)[29] 2
Listar (1964) Sæti
Bretland (Record Retailer)[30] 6

Tilvísanir

breyta
  1. Lewisohn 1988, bls. 20.
  2. „Pop/Rock " British Invasion " Merseybeat“. AllMusic. Afrit af uppruna á 28. júlí 2013. Sótt 19. september 2013.
  3. Carlin, Peter Ames (3. nóvember 2009). Paul McCartney: A Life. Simon & Schuster. bls. 82. ISBN 978-1-4165-6209-2.
  4. Med57 (16. janúar 2005). „The Beatles – Please Please Me (album review)“. Sputnikmusic. Afrit af uppruna á 16. febrúar 2013. Sótt 5. janúar 2013.
  5. „500 Greatest Albums of All Time: The Beatles, 'Please Please Me'. Rolling Stone. 2012. Afrit af uppruna á 22. október 2012. Sótt 15. febrúar 2013.
  6. Larkin, Colin (2006). All Time Top 1000 Albums (3. útgáfa). London: Virgin Books. bls. 206. ISBN 0-7535-0493-6.
  7. Guesdon & Margotin 2013, bls. 24–56.
  8. MacDonald 2007, bls. 55–77.
  9. MacDonald 2007, bls. 58–77: the Beatles and musicians; Lewisohn 1988, bls. 18–28: production.
  10. „Top Ten LPs“. Melody Maker. 4. maí 1963. bls. 1.
  11. 11,0 11,1 Lewisohn 2000, bls. 351.
  12. „Britain's Top LP's“ (PDF). Record Retailer. 11. maí 1963. bls. 11. Afrit (PDF) af uppruna á 8. apríl 2022.
  13. „The Beatles – Full official Chart History“. Official Charts Company. Afrit af uppruna á 12. maí 2016. Sótt 11. apríl 2022.
  14. „Offiziellecharts.de – The Beatles – Please Please Me“ (þýska). GfK Entertainment Charts. Sótt 11. apríl 2022.
  15. 15,0 15,1 "Dutchcharts.nl – The Beatles – Please Please Me" (á hollensku). Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
  16. "Official Albums Chart Top 100". Official Charts Company. Sótt 11. apríl 2022.
  17. „Top Compact Disks (for week ending March 21, 1987)“ (PDF). Billboard. 21. mars 1987. bls. 50.
  18. "Austriancharts.at – The Beatles – Please Please Me" (á þýsku). Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
  19. "Ultratop.be – The Beatles – Please Please Me" (á hollensku). Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
  20. "Ultratop.be – The Beatles – Please Please Me" (á frönsku). Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
  21. "The Beatles: Please Please Me" (á finnsku). Musiikkituottajat – IFPI Finland. Sótt 12. júní 2016.
  22. "Italiancharts.com – The Beatles – Please Please Me". Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
  23. "Charts.nz – The Beatles – Please Please Me". Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
  24. "Portuguesecharts.com – The Beatles – Please Please Me". Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
  25. "Spanishcharts.com – The Beatles – Please Please Me". Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
  26. "Swedishcharts.com – The Beatles – Please Please Me". Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
  27. "Swisscharts.com – The Beatles – Please Please Me". Hung Medien. Sótt 12. júní 2016.
  28. "The Beatles Chart History (Billboard 200)". Billboard. Sótt 11. apríl 2022.
  29. Mawer, Sharon (maí 2007). „Album Chart History: 1963“. The Official UK Charts Company. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. desember 2007. Sótt 11. apríl 2022.
  30. Mawer, Sharon (maí 2007). „Album Chart History: 1964“. The Official UK Charts Company. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. desember 2007. Sótt 11. apríl 2022.

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Please Please Me“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 16. september 2023.