Valtýr Guðmundsson
Valtýr Guðmundsson (1860 – 1928) var alþingismaður og sagnfræðingur og fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í sagnfræði.
Valtýr fæddist að Árbakka á Skagaströnd. Hann var eina af þremur börnum föður síns til að komast til vits og ára. Faðir hans dó ungur og móðir hans kvæntist aftur og eignaðist tvær dætur. Hann fluttist ekki með móðurfjölskyldu sinni til Ameríku þegar hann var um sextán ára og hitti móður sína aðeins einu sinni eftir það þegar hann sjálfur ferðaðist vestur.
Hann útskrifaðist úr Latínuskólanum árið 1883. Sama ár varð hann fyrsti forseti Framtíðarinnar, elsta nemendafélags Íslands[1]. Hann varði doktorsritgerð um norræna menningarsögu við Kaupmannahafnarháskóla árið 1889, varð dósent þar ári síðar í sögu Íslands og bókmenntum og síðan prófessor frá 1920 til æviloka. Doktorsritgerð hans bar heitið Privatboligen pa Island i sagatiden samt delvis i det øvrige Norden og fjallaði einkum um húsagerð og húsaskipan. Hann tók sæti á Alþingi Íslendinga 1894 og hóf útgáfu Eimreiðarinnar árið eftir, 1895, og ritstýrði tímaritinu til 1918 og ritaði margar greinar í það um stjórnmál og menntir og birti þar einnig frumort kvæði. Hann sat á þingi 1894 – 1901, 1903 – 1908 og 1911 – 1913.
Valtýr var lengi meðlimur Atlantseyjafélagsins (De Danske Atlanterhavsøer), sem hafði að markmiði að styrkja tengsl Danmerkur við Ísland, Færeyjar, Grænland og nýlendurnar í Vestur-Indíum.
Valtýr var einn þekktasti Íslendingurinn í kringum 1900 og var keppinautur Hannesar Hafsteins um embætti heimastjórnarráðherra en Hannes hafði betur.
Helstu rit
breyta- Islands kultur ved Aarhundredsskiftet 1900 (útg. 1902)
- Islands Grammatik (útg. 1922)
- Island i Fristatstiden (útg. 1924)
Tengt efni
breytaNeðanmálsgreinar
breyta- ↑ „Forsetar Framtíðarinnar frá 1883“. Menntaskólinn í Reykjavík.
Tenglar
breyta- Æviágrip á vefsíðu Alþingis
- Valtýskan og Dr. Valtýr voru á hvers manns vörum fyrir hundrað árum,Lesbók Morgunblaðsins, 12. júní (12.06.1999), bls 14-15
- Guðmundur Magnússon, Deilt um fyrsta ráðherra Íslands, 28.10.2004
Fyrirrennari: Fyrstur í embætti |
|
Eftirmaður: Bjarni Pálsson |