Ditlev Thomsen

Ditlev Thomsen eldri var kaupmaður í Reykjavík. Hann var ættaður frá Bau í Slésvík og fluttist ungur til Íslands. Hann var fyrst verslunarstjóri á vegum Siemsens í Keflavík og dvaldi svo um skeið í Hafnarfirði. Hann hlaut borgararéttindi í Reykjavík sem verslunarstjóri 15. október 1829 en borgarabréf sem kaupmaður 29. júlí 1837. Ditlev Thomsen byrjaði með verslun í Sívertsenshúsi við Hafnarstræti 22. Árið 1844 reisti hann verslunarhús við Lækjartorg sem síðar var stækkað. Þar voru um tíma mikil umsvif og var verslunin kölluð Thomsens-magasín. Það var seinna Hótel Hekla.

Ditlev Thomsen átti í deilum um veiðirétt í Elliðaánum, en konungur hafði selt honum þau hlunnindi árið 1853. Hann fórst með póstskipinu "Søløven" undir Svörtuloftum 27. nóvember 1857.

Tengt efniBreyta

HeimildBreyta