Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024

Janúar
Fjórar hleðslurafhlöður af stærðinni "AA"

Rafhlaða (eða batterí) er tæki sem geymir orku og gerir hana aðgengilega á formi rafstraums. Slík geymsla á rafstöðu-formi er hagnýt til vissra sérhæfðra nota (í þétti) en flestar rafhlöður eru gerðar úr rafefnafræðilegum tækjum svo sem einni eða fleiri galvanískum sellum, eða nú nýjast brunasellum og kunna að byggja á enn öðrum gerðum af tækni í framtíðinni. Rafhlöðuiðnaðurinn veltir 180 milljörðum króna á ári.


skoða - spjall - saga


Febrúar
Machu Picchu, sem Hiram Bingham ranglega kallaði "Hina týndu borg Inkanna“

Inkaveldið var keisaraveldi indíána í Andesfjöllum, þar sem nú er Perú. Veldi Inka stóð frá tólftu öld og fram á þá sextándu. Íbúar keisaraveldisins kölluðu land sitt Tawantinsuyu (sem þýðir „land fjórðunganna“), og var það orðið meira en milljón ferkílómetrar að stærð á 15. öld og þá bjuggu þar meira en tíu milljónir íbúa. Veldinu var skipt í fernt; Chinchaysuyu (NV), Antisuyu (NA), Qontisuyu (SV), og Qollasuyu (SA), en í miðjunni var höfuðborgin Cusco, þaðan sem veldinu var stjórnað.


skoða - spjall - saga


Mars
Séð yfir höfnina í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar eru eyjaklasi suður af Íslandi, sem samanstendur af 15 eyjum og um 30 skerjum og dröngum. Syðsta eyjan er Surtsey og sú nyrsta er Elliðaey. Heimaey er stærst eyjanna og sú eina sem telst vera byggð, en þar er Vestmannaeyjabær með um 4.200 íbúa.


skoða - spjall - saga


Apríl
Fall Gústafs Adolfs II Svíakonungs í orrustunni við Lützen 1632

Þrjátíu ára stríðið var röð styrjalda sem áttu sér stað í Þýskalandi á árunum 1618 til 1648. Öll helstu stórveldi Evrópu drógust inn í átökin. Stríðsins var lengi minnst sem einnar skæðustu styrjaldar í Evrópu fram að Napóleonsstyrjöldunum og herfarir stríðsaðila og plágur sem þeim fylgdu lögðu mörg héruð Þýskalands því sem næst í auðn.

Fyrri mánuðir: RafhlaðaInkaveldiðVestmannaeyjar


skoða - spjall - saga


Maí
Opinberir körfuboltar Alþjóðakörfuknattleikssambandsins 2004-2005

Körfuknattleikur (eða körfubolti) er hóp- og boltaíþrótt sem leikin er af tveimur fimm manna liðum. Markmið hvors liðs er að skora körfu hjá andstæðingnum og koma í veg fyrir að andstæðingurinn nái knettinum og skori körfu. Þetta er ein vinsælasta íþróttin í Bandaríkjunum, og er einnig vinsæl í öðrum heimshlutum, svo sem í Suður-Ameríku, Evrópu, Asíu, og fyrrum Sovétríkjum, þá sérstaklega í Litháen.


skoða - spjall - saga


Júní
Araneus Diadematus

Krosskóngulær eða evrópskar garðkóngulær eru einstakar og merkilegar að því leyti að silkiþráður þeirra er sá allra flóknasti í dýraríkinu. Þær eru einnig algengustu kóngulærnar á Íslandi og fyrirfinnast um nánast alla Evrópu, einnig í Kanada og í norðanverðum Bandaríkjunum. Krosskóngulær skipta stundum um liti þegar þær skipta um ham. En þær þekkjast þó af litlum ljósum blettum í miðju aftari búksins.


skoða - spjall - saga


Júlí

Niels Henrik Abel (fæddur 5. ágúst 1802, dáinn 6. apríl 1829) var norskur stærðfræðingur. Hann átti stutta ævi en náði þrátt fyrir það að gera ýmsar grundvallaruppgötvanir á sviði algebrufalla og raða. Hann sannaði til dæmis að ekki væri til almenn formúla fyrir lausnir fimmta stigs margliðu og skoðaði ýmsa eiginleika sporgerðra falla. Í dag eru Abelsverðlaunin veitt í hans nafni til stærðfræðings sem þykir hafa skarað fram úr á alþjóðavettvangi.


skoða - spjall - saga


Ágúst

Ágústus einnig nefndur Augustus, Caesar Ágústus, Caesar Augustus, Octavíanus eða Octavíanus Ágústus (Latína:IMPERATOR CAESAR DIVI FILIVS AVGVSTVS; 23. september 63 f.Kr.19. ágúst 14 e.Kr.), var fyrsti og einn mikilvægasti keisari Rómaveldis, enda þótt hann upphefði ekki stöðu sína og kysi fremur titilinn princeps, sem þekktist frá lýðveldistímanum og er venjulega þýddur „fyrstur borgaranna“. Nafn Ágústusar, sem hét raunverulega Octavíanus og þar áður Octavíus, var upphaflega virðingartitill (myndaður af sögninni augeo, sem þýðir að auka eða upphefja, lofa eða dýrka), sem öldungaráð Rómar veitti honum árið 27 f.Kr.


skoða - spjall - saga


September
Mynd frá borginni Porto.

Portúgal er land í Suðvestur-Evrópu á vesturströnd Íberíuskagans. Portúgal á landamæri að Spáni og strönd þess liggur að Atlantshafi. Nokkrir eyjaklasar á Atlantshafi tilheyra einnig Portúgal, þeirra stærstir eru Asóreyjar og Madeira.

Portúgal dagsins í dag á rætur sínar að rekja til byltingar árið 1974, þegar einræðisstjórn landsins var steypt af stóli. Frá því landið gekk í Evrópubandalagið (nú Evrópusambandið) árið 1986 hafa framfarir í landinu verið miklar, þrátt fyrir að það sé enn annað tveggja fátækustu landa í Vestur-Evrópu.

Fyrri mánuðir: ÁgústusNiels Henrik AbelKrosskönguló


skoða - spjall - saga


Október
Hugsuðurinn eftir Auguste Rodin

Heimspeki er glíma við grundvallarspurningar. Þeir sem fást við heimspeki kallast heimspekingar. Þeir reyna m.a. að skýra inntak og tengsl hugtaka og fyrirbæra á borð við sannleika, merkingu og tilvísun, skilning, þekkingu, skoðun, vísindi, skýringu, lögmál, tegund, samsemd, eðli, eiginleika, orsök, rök, vensl, nauðsyn, möguleika, lög, rétt, rangt, gott, illt, hamingju, dygð, skyldu, athöfn, atburð, réttlæti, réttindi, frelsi, vináttu, ást, fegurð, list og svona mætti lengi áfram telja. En heimspekin er ekki hvaða glíma sem er við þessar spurningar sem á okkur leita, heldur er hún fyrst og fremst tilraun til að fást við þessar spurningar af einurð og heilindum. Hún er ekki einber opinberun einhverrar skoðunar, heldur er hún ætíð rökstudd, jafnvel þótt stundum séu rökin ósögð og undanskilin og þau verði að lesa á milli línanna.

Fyrri mánuðir: PortúgalÁgústusNiels Henrik Abel


skoða - spjall - saga


Nóvember
Sukiyaki og fjögur matarprjónapör.

Matarprjónar eru litlir aflangir prjónar sem eru hefðbundin mataráhöld í Kína, Japan Kóreu og Víetnam („matarprjónalöndunum fjórum“). Þeir eru alla jafna úr bambus þar sem það er bragðlaust, ódýrt og algengt efni sem auðvelt er að kljúfa auk þess sem það er hitaþolið, en einnig er algengt að þeir séu úr viði, málmi, beini, horni, agati, jaði, postulíni, kóral og á vorum dögum úr plasti.

Aðalgerðir matarprjóna eru þrjár: kínverskir prjónar, sem eru langir viðarprjónar með ávala enda; japanskir, sem eru stuttir viðarprjónar, einnig með ávala enda; og kóreskir, sem eru stuttir málmprjónar með þverskorna enda, þó viðarútgáfur séu einnig notaðar.

Fyrri mánuðir: HeimspekiPortúgalÁgústus


skoða - spjall - saga


Desember
Shogiborð með leikmönnum í upphafsstöðu.

Shōgi (将棋), oft kallað japönsk skák, er borðspil sem upprunnið er í Japan. Það er einn af meðlimum skákfjölskyldunnar, en hún nær meðal annars yfir evrópska skák, hið kínverska xiàngqí, og hið kóreska jianggi. Allir þessir leikir eru taldir eiga uppruna sinn að rekja til indverska spilsins chaturanga frá 6. öld.

Tveir leikmenn, svartur og hvítur (eða 先手 sente og 後手 gote) leika á borði með reitum, sem mynda 9 raðir og 9 dálka. Reitirnir eru einlitir, en ekki svartir og hvítir eins og í evrópskri skák. Hver leikmaður ræður yfir 20 spísslaga taflmönnum af mismunandi stærð, eftir því hversu mikilvægir þeir eru.

Fyrri mánuðir: MatarprjónarHeimspekiPortúgal


skoða - spjall - saga


Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024