Ást eða kærleikur er tilfinning djúpstæðrar samkenndar með annarri manneskju. Ást getur einnig verið platónsk, trúarlegs eðlis eða henni getur verið beint til dýra.

Kúpídó (Amor) í rómverskri goðafræði og Eros í grískri goðafræði voru guðir ástarinnar.
Pierre Auguste Cot (1873)

Í heimspeki og guðfræði er algengt að greina á milli þrenns konar ástar: holdleg ást (eros), vinátta eða áhugi (filia) og kærleikur eða guðleg ást (agape).

Smættarefnishyggja um ást segir að hún sé raunverulega ekkert annað en efnafræðilegt ferli sem verður til í líkamanum á manni (en líka mörgum dýrum). Ferlið fer aðallega fram í heilanum (ekki hjartanu, andsætt menningarlegu minni). Holdleg ást stýrist aðalega af hormónunum dópamíni, oxytosíni, ferómóni, vasopressíni, Noradrenalíni, serótóníni og estrógeni (hjá konum) og testosteróni (hjá körlum). Sumir eru á því að ást sé hugarástand en ekki tilfinning. Því tilfinning er eitthvað sem þú finnur í skamma stund er hugarástand er í lengri tíma.

Tenglar breyta

  • „The Anatomy of Love“ Geymt 14 október 2009 í Wayback Machine
  • „Af hverju verðum við ástfangin?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað er ást? Er hún mælanleg?“. Vísindavefurinn.
  • „Kemur lauslæti í veg fyrir að maður finni sanna ást?“. Vísindavefurinn.
   Þessi heimspekigrein sem tengist sálfræði og líffræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.