Wikipedia:Grein mánaðarins/07, 2006

Niels Henrik Abel (fæddur 5. ágúst 1802, dáinn 6. apríl 1829) var norskur stærðfræðingur. Hann átti stutta ævi en náði þrátt fyrir það að gera ýmsar grundvallaruppgötvanir á sviði algebrufalla og raða. Hann sannaði til dæmis að ekki væri til almenn formúla fyrir lausnir fimmta stigs margliðu og skoðaði ýmsa eiginleika sporgerðra falla. Í dag eru Abelsverðlaunin veitt í hans nafni til stærðfræðings sem þykir hafa skarað fram úr á alþjóðavettvangi.