Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/07, 2006

Ég vil leggja til, í tæka tíð fyrir mánaðarmótin (og vel það), að greinin um Ágústus verði næsta grein mánaðarins. Inngangurinn er góður (sem skiptir miklu máli fyrir forsíðugreinarnar) og myndin efst í greinini er með þeim betri. Hvað finnst fólki? --Sterio 12. júní 2006 kl. 21:27 (UTC)Reply

Endilega. --Bjarki 12. júní 2006 kl. 21:32 (UTC)Reply
Alveg hlynnt því. --Jóna Þórunn 12. júní 2006 kl. 22:06 (UTC)Reply
Styð það. --Akigka 12. júní 2006 kl. 22:13 (UTC)Reply
Ég er ekki að draga til baka stuðning minn við þessa tillögu, enda lagði ég hana fram og held að Ágústus væri frábær sem grein mánaðarins. En var samt að pæla: Væri ekki sniðugt að hafa Ágústus grein mánaðarins í Ágúst? :p Þá mætti t.d. hafa Niels Henrik Abel í júlí (eða bara einhverja aðra, þannig séð...) --Sterio 27. júní 2006 kl. 14:06 (UTC)Reply
Það væri reyndar svolítið sniðugt. --Cessator 27. júní 2006 kl. 14:07 (UTC)Reply
Fantagóð hugmynd. Færi hann yfir. --Akigka 27. júní 2006 kl. 15:21 (UTC)Reply
Ágústus í ágúst, já já. --Heiða María 27. júní 2006 kl. 23:09 (UTC)Reply
Einhvern veginn slysaðist þessi umræða fram hjá mér og ég vistaði mína tillögu í Pottinum. En hún var þessi: Grein mánaðarins júlí verði Heimspeki (vegna þess að Ágústus á að sjálfsögðu heima í ágústmánuði). --Mói 29. júní 2006 kl. 21:47 (UTC)Reply
En auðvitað er Niel Henrik Abel fantagóð grein og ég er síður en svo á móti henni! --Mói 29. júní 2006 kl. 21:49 (UTC)Reply
Fara aftur á verkefnissíðuna „Grein mánaðarins/07, 2006“.