Wikipedia:Grein mánaðarins
2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024 · 2025
|
Grein mánaðarins er stutt textabrot á forsíðunni sem er uppfærður í upphafi hvers mánaðar með útdrætti úr valdri grein, gjarnan með mynd.
Núverandi grein mánaðarins á forsíðunni er:
Nasistakveðja
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er milliríkjastofnun sem situr í Haag í Hollandi. Hann hefur sjálfvirka lögsögu sem sóknaraðili gegn einstaklingum sem grunaðir eru um alþjóðaglæpi sem þýðir að dómstólinn er óháður sérstöku samþykki viðkomandi ríkja. Dæmi um mál sem dómstólinn getur látið til sín taka eru þjóðarmorð, glæpir gegn mannkyni og stríðsglæpir. Í nánustu framtíð er hægt að sjá dómstólinn sækja mál er varðar brot á „almennum“ friði í heiminum.
Dómstólnum er ætlað að vera framlenging við núverandi innlend dómskerfi hjá þjóðum heimsins. Dómstólinn getur aðeins beitt lögsögu sinni þegar ákveðin skilyrði eru uppfyllt, svo sem þegar innlendir dómstólar eru ófúsir eða ófærir um að sækja glæpamenn til saka. Einnig er það skilyrði að annaðhvort þegnríki hins ákærða eða ríkið þar sem ákært brot var framið í sé aðili að Rómarsamþykktinni. Í málum sem tengjast stríðsglæpum er aðildarríkjum heimilt að undanþiggja sig lögsögu dómsins í allt að sjö ár frá aðild ríkisins að samþykktinni. Einnig getur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vísað málum til dómstólsins og einnig einstök ríki. Dómstólinn var stofnsettur 1. júlí 2002, sama dagsetning og Rómarsamþykktin gekk í gildi. Rómarsamþykktin er samþykkt sem lögð er til grundvallar dómstólnum. Hún er þjóðréttarsamningur sem ríki gerast aðilar að með undirritun Rómarsamþykktarinnar og verða þar með aðilar að dómstólnum.
Tilnefningar fyrir greinar mánaðarins
breytaFormleg tilnefning greina til að birta úr á forsíðu Wikipediu fer fram á spjalli viðkomandi mánaðar; Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/MM, ÁÁÁÁ (þar sem MM er mánaðarnúmer og ÁÁÁÁ er árið). Þannig eru tilnefningar fyrir næsta mánuð á Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/04, 2025. Engin mörk hafa verið sett á hversu langt fram í tímann hægt er að tilnefna greinar. Eina sem þarf að gera er að hefja viðkomandi spjallsíðu.