Wikipedia:Grein mánaðarins

Greinar mánaðarins: 2005200620072008200920102011201220132014201520162017201820192020

Flýtileið:
WP:GM

Grein mánaðarins er stutt textabrot á forsíðunni sem er uppfærður í upphafi hvers mánaðar með útdrætti úr valdri grein, gjarnan með mynd.

Núverandi grein mánaðarins á forsíðunni er:

Charleroi - station Janson - Spirou et Fantasio - 01.jpg

Svalur og Valur (franska: Spirou et Fantasio) er heiti á vinsælum belgískum teiknimyndasögum sem segja frá ævintýrum vinanna og blaðamannanna Svals og Vals. Ýmsir höfundar hafa spreytt sig á sagnaflokknum, en André Franquin er almennt talinn hafa haft mest áhrif á þróun hans. Á árunum 1977 til 1992 komu fjölmargar Svals og Vals-bækur út á íslensku á vegum Bókaútgáfunnar Iðunnar. Íslensk útgáfa Svals og Vals hófst á ný árið 2013 á vegum Frosks útgáfu.

Upphafið má rekja til ársins 1938, þegar Dupuis-forlagið hóf útgáfu teiknimyndablaðsins Svals (Spirou). Í því birtust sögur ýmissa höfunda, en titlpersónan var Svalur sem var hugarsmíð franska teiknarans Robert Velter eða Rob-Vel, eins og hann kallaði sig. Svalur var táningspiltur sem starfaði sem lyftuvörður á hóteli og komst oft í hann krappann ásamt gæluíkornanum sínum, Pésa.

Árið 1943 keypti Dupuis-forlagið höfundaréttinn að persónunni af Rob-Vel, sem þá hafði raunar ekki getað sinnt sögunum um hríð vegna þátttöku sinnar í seinni heimsstyrjöldinni. Belginn Joseph Gillain eða Jijé tók við pennanum. Hann kynnti til sögunnar spjátrunginn Val. Saman lentu þeir félagarnir í ýmsum ævintýrum. Sögurnar voru þó stuttar og gengu fyrst og fremst út á ærslakenndan húmor.

Árið 1946 var ungum Belga, André Franquin, falin umsjón með ævintýrum Svals og Vals. Í hans meðförum urðu miklar breytingar á sögunum. Söguþráðurinn varð flóknari, ævintýrin lengdust til muna og var farið að gefa þau út á bókarformi eftir að þau höfðu birst sem framhaldssögur í Svals-blaðinu. Árið 1948 kom fyrsta slíka bókin á markað og hafði hún að geyma fjórar sögur. Önnur fylgdi í kjölfarið árið 1950, Quatre aventures de Spirou et Fantasio og er hefð fyrir að telja hana fyrstu Svals og Vals-bókina. Síðar hafa komið út söfn með eldri sögum eftir Rob-Vel, Jijé og Franquin, teljast þau ekki hluti af hinum eiginlega bókaflokki frekar en bókin frá 1948.

Tilnefningar fyrir greinar mánaðarinsBreyta

Formleg tilnefning greina til að birta úr á forsíðu Wikipediu fer fram á spjalli viðkomandi mánaðar; Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/MM, ÁÁÁÁ (þar sem MM er mánaðarnúmer og ÁÁÁÁ er árið). Þannig eru tilnefningar fyrir næsta mánuð á Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/05, 2021. Engin mörk hafa verið sett á hversu langt fram í tímann hægt er að tilnefna greinar. Eina sem þarf að gera er að hefja viðkomandi spjallsíðu.