Wikipedia:Grein mánaðarins/02, 2006
Inkaveldið var keisaraveldi indíána í Andesfjöllum, þar sem nú er Perú. Veldi Inka stóð frá tólftu öld og fram á þá sextándu. Íbúar keisaraveldisins kölluðu land sitt Tawantinsuyu (sem þýðir „land fjórðunganna“), og var það orðið meira en milljón ferkílómetrar að stærð á 15. öld og þá bjuggu þar meira en tíu milljónir íbúa. Veldinu var skipt í fernt; Chinchaysuyu (NV), Antisuyu (NA), Qontisuyu (SV), og Qollasuyu (SA), en í miðjunni var höfuðborgin Cusco, þaðan sem veldinu var stjórnað.