Agat eða glerhallur er röndótt steintegund.

Flatt Botswana Agat

Lýsing

breyta

Afbrigði af kalsedóni með mislitar rákir er fylgja útlínum holuveggjanna og þannig verða til sammiðja mynstur. Hvítt, grátt eða fölblátt.

  • Efnasamsetning: SiO2
  • Kristalgerð: dulkristallaður
  • Harka: 7
  • Eðlisþyngd: 2,57-2,65
  • Kleyfni: engin

Útbreiðsla

breyta

Kemur fyrir sem holufylling í þóleiítbasalti. Finnst oft með kalsedóni og kvarsi.

Algengt er að matarprjónar séu gerðir úr agati.

Heimild

breyta
  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson, 1999, Íslenska Steinabókin, 2.prentun, ISBN 9979-3-1856-2