Skilningur er sálfræðilegt ferli sem tengist hlutlægum eða óhlutlægum hlut, svo sem manneskju, ástandi eða skilaboðum, þar sem viðkomandi getur hugsað um hlutinn og beitt hugtökum til þess að meðhöndla hann á skilvirkan hátt. Skilningur felst í tengslum á milli skynjandans og skilningsmarks (e. object of understanding).

Skilningur felst í að gera hluti að hugtökum (e. conceptualisation) upp að vissu marki.

  1. Maður skilur veðrið ef maður getur spáð hvernig það verður miðað við núverandi aðstæður (t.d. ef það er skýjað, að það gæti rignt) og útskýrt að nokkru leyti hvernig það virkar.
  2. Geðlæknir skilur kvíða sjúklingsins síns ef hann þekkir kvíðann, veit orsakir hans og getur ráðlagt sjúklingnum með hvernig á að bregast við kvíðanum.
  3. Maður skilur skipun ef hann veit hver skipaði, hvað er ætlast til að hann geri, hvort skipunin er gild eða ekki og hvort maður skilur þann sem gaf skipunina.
  4. Maður skilur nálgun, röksemdafærslu eða tungumál ef maður getur endurtekið upplýsingarnar sem fram komu í viðeigandi skilaboðum.
  5. Maður skilur stærðfræðilegt hugtak ef maður getur leyst úr dæmum með því að beita hugtakinu, sérstaklega ef dæmin eru ekki eins og þau sem maður hefur áður séð.

Tengt efni

breyta
   Þessi sálfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.