Bein eru hluti beinagrindar hryggdýrs, sem myndar stoðkerfi líkamans. Bein eru gerð úr beinvef. Vöðvar tengjast beinum með sinum.

Mynd af löngu beini með íslenskum glósum.

Tegundir beina

breyta

Fjórar megintegundir eru löng, stutt, flöt og óregluleg bein.

  • Löng bein hafa meiri lengd en breidd og samanstanda af skafti (e. diaphysis) og breytilegum fjölda enda (e. epiphysis). Oftast er einhver sveigja á löngum beinum. Löng bein eru í lærinu, fótlegg, handlegg, upphandlegg, fingrum og tám.
  • Stutt bein eru nokkurs konar teningslaga og jöfn í lengd og breidd. Stutt bein eru til dæmis í úlnliði og ökkla.
  • Flöt bein eru almennt þunn. Þau veita töluverða vernd og eru með mikið yfirborð fyrir vöðvafestingar. Dæmi um flöt bein eru höfuðkúpubeinið, sem verndar heilann, bringubeinið og rifbein auk herðablaða.
  • Óregluleg bein hafa flókna lögun. Óregluleg bein eru til dæmis hryggjarliðir og nokkur andlitsbein.

Gerð beins

breyta

Miðja beins nefnist skaft, (e. diaphysis), endar beins nefnast beinköst, (e. epiphysis), endafletir beins heita liðfletir en þeir eru brjóskklæddir. Allt beinið er þakið beinhimnu (e. periosteum), nema á liðflötum, þar er það þakið liðbrjóski (e. articular cartilage). Í löngum beinum er merghol (e. medullary cavity)sem er þakið að innan þunnri himnu, mergholshimnu, (e. endosteum). Í mergholinu er fituvefur sem nefnist guli beinmergurinn. Þéttbein (e. compact bone) eru að mestu leyti utan til í beininu þar sem þarf sterkan vef en frauðbein (e. spongy bone) eru mestmegnis innan í beinendum og utan við mergholið.

Beinvefur

breyta

Beinvefur er úr lifandi frumum og millifrumuefnis (matrix). Til eru fjórar gerðir lifandi beinfrumna:

  • Beinforfrumur (e. osteogenic cells) eru stofnfrumur sem taka mítósuskiptingu og verða að beinkímfrumum. Beinforfrumur eru til dæmis í beinhimnu.
  • Beinkímfrumur (e. oseoblasts) mynda beinvef utan um sig og verða imlyksa í lacunae beins.
  • Beinfrumur (e. oseocytes) sjá um daglegt starfsemi beina.
  • Beinátfrumur (e. osteoclasts) leysa upp bein við þroskun og viðgerðir.

Endurnýjun beina

breyta

Beinin eru í stöðgri endurnýjun út allt lífið, hraði endurnýjunarinnar fer eftir álagi og öðrum kröfum sem eru gerðar til beinana.

Tvær gerðir frumna sjá um að byggja upp bein og brjóta þau niður, það eru beinkímfrumur og beinátfrumur. Þessar frumur vinna hlið við hlið að við það að lagfæra beinin í líkamanum.

Myndun beina

breyta

Það ferli þegar bein myndast er kallað beingerð/beinmyndun (e. ossification). Beinmyndun á sér stað aðallega af fjórum ástæðum.

  • Frummyndun beinanna í fósturvísi.
  • Vöxtur beinanna í bernsku og unglingsárum þar til fullri stærð hefur verið náð.
  • Endurmótun beinanna. Þ.e. gamall beinvefur leystur af fyrir nýjan.
  • Endurlögun byggingar.

Tvær mismunandi beinmyndanir eru innanhimnu beingerð (e. intramembranous ossification) og innanbrjósks beingerð (e. endochondral ossification).

Vöxtur beina

breyta

Allt til unglingsáranna vaxa beinin bæði að lengd og þykkt. Lengd beina tengist starfsemi vaxtarlagsins. Vaxtarlagið (e. epiphyseal growth plate) er á milli beinendans og skaftsins. Í vaxtarlaginu eru brjóskfrumur sem eru stanslaust að skipta sér. Þegar bein vex í lengd myndast nýjar brjóskfrumur í vaxtarlaginu beinenda megin á meðan bein myndast skaft megin, og skaftið lengist. Þegar unglingsárin taka enda minnkar myndun nýrra fruma og millifrumu matrix og hefur endanlega stoppað í kringum 18-25 ára. Þá hefur bein tekið við af öllu brjóski vaxtarlagsins.

Endurbygging beina

breyta

Bein eru stanslaust að endurbyggjast. Endurbyggingin stafar af stanslausri skiptingu gamals beinvefs fyrir nýjan. Þetta er ferli sem inniheldur það að beinátfrumur hreinsa steinefni og kollagenþræði frá beininu og nýjum steinefnum og kollagenþráðum er komið fyrir með beinkímfrumum. Endurbygging sér einnig um að gera við meidd bein.

Eyðing beina

breyta

Beinátfrumur eru stórar frumur, sem ferðast um og vella leysihvötum, sem melta beinið.

Heimildir

breyta
  • Introduction to the Human Body, the essentials of anatomy and physiology.