Rafstraumur

Rafstraumur eða einfaldlega straumur er færsla rafhleðsla, oftast óbundinna rafeinda í rafleiðara úr málmi, en einnig jóna í raflausn eða rafgasi, eða hola í hálfleiðara. SI-mælieining er amper. Rafstraumur er ýmist fastur, óbreyttur jafnstraumur, eða riðstraumur, þ.e. rafstraumur sem sveiflast reglulega með ákveðinni tíðni.

Samkvæmt lögmáli Amperes myndar rafstraumur segulsvið.

SkilgreiningBreyta

Meðalrafstraumur I, sem fer gegnum svæði A á tíma t er

 

þar sem J er rafstraumsþéttleiki og Q er rafhleðslan, sem fer um S á tímanum t.

Ef   fæst augnabliksstraumur

 

Rekhraði rafhleðslaBreyta

Í rafleiðara hliðrast s.n. hleðsluberar, oftast rafeindir, með hraða v, sem nefnist rekhraði. Skilgreina má rafstraum í leiðara með eftirfarandi jöfnu:

I = nAQv, þar sem

I er rafstraumur, n er fjöldi hleðslubera á rúmmálseiningu, A er flöturinn sem hleðslurnar fara gegnum, Q er rafhleðsla hleðsluberanna, v er rekhraði hleðsluberanna.

Rekhraði rafeinda í málmleiðara er af stærðargráðunni mm/s.

RafstraumsþéttleikiBreyta

Skilgreina má rafstraumsþéttleika J, þ.a. J = nQv og rafstraum I = J A. Almennt, þá eru J og v vigrar og ef ρ = n Q er hleðsluþéttleiki þá er rafstraumsþéttleiki skilgreindur með J = ρ v.

Skilgreinum rafstraum I, sem fer um flötinn A, með eftirfarandi heildi af þverþætti rafstraumsþéttleika J:

 

StraumstefnaBreyta

Óbundnnar rafeindir leiðara í föstu rafsviði (jafnstraumur) hliðrast frá bakskauti (-) að forskauti (+) leiðarans, en straumstefna er skilgreind í hina áttina, þ.e. frá forskauti að bakskauti. Í leiðara, sem ber riðstraum, verður engin nettó hliðrun á rafeindum.

Samband straums og spennuBreyta

Lögmál Ohms gefur samband rafstraums og -spennu í rafrás með því að skilgreina rafviðnám.

StraumlögmálBreyta

Straumlögmálið segir að summa allra rafstrauma í hnútpunkti rafrásar sé núll.

Samband rafstraums og segulsviðs: rafsegulsviðBreyta

Lögmál Amperes lýsir rafstraumi, sem ferilheildi segulsviðs umhverfis leiðarann, en lögmál Biot-Savarts lýsir segulsviðinu, sem myndast vegna rafstraums. Jöfnur Maxwells er kerfi jafna, sem lýsa rafsegulsviði.