Silki er ofið náttúrulegt efni. Það er meðal annars unnið úr þráðum silkiormsins. Silkivegurinn er söguleg verslunarleið í Mið-Asíu.

Silkiþræðir spunnir úr púpum í Tyrklandi.

Ýmis smádýr af fylkingu liðdýra eins og kóngulær og nokkrir ættbálkar skordýra framleiða silki, ýmist sem fullorðin dýr eða á lirfustigi, en mórberjasilkifiðrildið er sú tegund sem helst býr til silki sem menn geta nýtt sér. Lirfa fiðrildisins framleiðir silkið í púpu sína. Hún breytir laufum mórberjatrésins í límkennda froðu sem verður að þræði þegar það kemur úr munni lirfunnar. Úr þessum hárfína þræði býr lirfan svo til púpu. Hægt er að fá þrjár gerðir af silki úr púpunum. Hespusilki eru löngu þræðirnir yst á púpunni og eru þeir um 1000-1500 m langir. Schappelsilki er unnið úr því sem eftir er af púpunni og eru þeir þræðir aðeins 5-30 cm. Hrásilki er svo unnið úr leifum þeirrar vinnslu og eru þeir þræðir styttri en 5 cm.

Eiginleikar silkisins

breyta

Silkiþráður er eitt af sterkustu efnum heims miðað við þyngd og það er einnig sveigjanlegt og togsterkt. Silki er mjúkt í að taka og vel einangrandi. Ef silki fær rétta umhirðu hleypur það ekki í þvotti. Ómeðhöndlað silki missir gljáa og góða eiginleika við sólarljós. Það krumpast minna en bómull en meira en ull. Flest silkiefni þola vélþvott á stilingu fyrir viðkvæman þvott en þola ekki þurrkara. Silki er ekki mjög slitsterkt, það rafmagnast auðveldlega og er mölsækið. Efnafræðilega er þráðurinn samsettur úr löngum amínósýrusameindum, mjög svo svipuðum keratíni, en það er efni sem til dæmis er í hári, fjöðrum og nöglum ýmissa annarra dýra.

Listi yfir nokkrar villtar tegundir silkiorma

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 „Chapter 9“. FAO.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. október 2012.
  2. 2,0 2,1 "Raw & Organic Silk: Facts behind the Fibers"
  3. „Saturniidae“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. apríl 2009.
  4. „Orange-tipped oakworm moth Anisota senatoria (J.E. Smith, 1797)“. Butterflies and Moths of North America. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. mars 2007. Sótt 22. júlí 2022.
  5. Anisota senatoria. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. febrúar 2012.
  6. Automeris io moth (Fabricius, 1775)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. janúar 2013.
  7. Madagascar: What’s good for the forest is good for the native silk industry
  8. „The secret life of mangroves documentary (episode 2)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. apríl 2022. Sótt 22. júlí 2022.
  9. 9,0 9,1 Hogue, Charles Leonard (1993). Latin American insects and entomology. Berkeley: University of California Press. bls. 328. ISBN 978-0520078499. OCLC 25164105.
  10. 10,0 10,1 de Avila, Alejandro (1997). Klein, Kathryn (ritstjóri). The Unbroken Thread: Conserving the Textile Traditions of Oaxaca (PDF). Los Angeles: The Getty Conservation Institute. bls. 125.
  11. „Eutachyptera psidii“. pir2.uniprot.org (enska). Sótt 25. september 2018.
  12. "Kalahari Wild Silk" Geymt 11 janúar 2013 í Archive.today By Amy Schoeman
  13. Bombyx in Merriam Webster.