15. öldin
öld
15. öldin er tímabilið frá byrjun ársins 1401 til loka ársins 1500.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
Aldir: | 14. öldin · 15. öldin · 16. öldin |
Áratugir: |
1401–1410 ·
1411–1420 ·
1421–1430 ·
1431–1440 ·
1441–1450 |
Flokkar: | Fædd · Dáin · Stofnað · Lagt niður |
Helstu atburðir og aldarfar
breyta- Kínverjar könnuðu Indlandshafið með stórum flota af djúnkum undir stjórn flotaforingjans Tsjeng He 1405 til 1433.
- 1412 hófu Englendingar fiskveiðar við Ísland í stórum stíl þannig að 15. öldin er kölluð „enska öldin“ í Íslandssögunni.
- Bæheimsku styrjaldirnar stóðu milli fylgjenda kenninga Jan Hus og krossfara rómversk-kaþólsku kirkjunnar frá 1420 til 1434.
- Á Norðurlöndum stóð Kalmarsambandið veikum fótum í Svíþjóð, en konungsvaldið hélt velli og tókst að vinna sigra bæði á Þýsku riddurunum, Hansasambandinu og tímabundið gegn greifunum í Holtsetalandi.
- Hundrað ára stríðinu milli Frakklands og Englands lauk með sigri Frakka 1453, tuttugu árum eftir lát Jóhönnu af Örk.
- Eftir ósigur gegn Tímúrveldinu og borgarastyrjöld í upphafi aldarinnar hóf Tyrkjaveldi röð landvinninga í Evrópu og lagði undir sig Konstantínópel 1453.
- Rósastríðið, milli ættanna York og Lancaster um konungstign í Englandi, stóð frá 1455 til 1485.
- Árið 1467 hófst Sengokutímabilið í Japan með Onin-borgarastyrjöldinni.
- Ívan mikli hætti að greiða skatt til Mongóla og tókst að standa gegn þeim við Úgrafljót 1480, sem leiddi til upplausnar Gullnu hirðarinnar og sjálfstæðis Rússa.
Tenglar
breyta
15. öldin: