Sjóræningjar frá Barbaríinu

Sjóræningjar frá Barbaríinu, stundum kallaðir Ottómanaræningjar (Corsairs), voru sjóræningjar og strandhöggsmenn sem höfðu bækistöðvar í Norður-Afríku, en þó aðallega í hafnarbæjum í Túnis, Trípólí og Alsír. Þetta svæði var þekkt í Evrópu sem Sjóræningjaströndin eða Barbaríið, en íbúar svæðisins voru Berbar.

Hayreddin Barbarossa, sjóræningi og aðmírall í Ottómanaveldinu.

Athafnasvæði

breyta

Sjórán sjóræningja frá Barbaríinu náðu allt til Miðjarðarhafsins, suður meðfram Atlantshafsströnd Vestur-Afríku, um Atlantshafið allt að Suður-Ameríku og norður til Íslands. Athafnasvæði þeirra var þó fyrst og fremst í vesturhluta Miðjarðarhafsins. Þeir réðust þar á og hertóku skip og gerðu einnig strandhögg í þorpum og bæjum við strendur Evrópu, aðallega á Ítalíu, í Frakklandi, Spáni og Portúgal en þó líka í Englandi, Skotlandi, Hollandi, Írlandi og allt til Íslands. Aðaltilgangur ránsferðanna var að útvega kristna þræla fyrir íslamska markaði í Norður-Afríku og Miðausturlöndum.

Þó að slíkar ránsferðir hefðu viðgengst frá því að skömmu eftir að múslimar lögðu norðurströnd Afríku undir sig er heitið Barbaríusjóræningi yfirleitt haft um ræningja frá 16. öldinni og upp úr. Þá fjölgaði ránunum og svæðið sem þau náðu yfir stækkaði og Alsír, Túnis og Trípólí komust undir Ottómanaveldið, annaðhvort sem landsvæði undir beinni stjórn þess eða sjálfstjórnarsvæði þekkt sem Barbaríið. Svipaðar ránsferðir voru farnar frá Bou Regreg, Salé og öðrum höfnum í Marokkó en Marokkó var ekki undir stjórn Ottómanaveldisins og varð ekki eitt af sjóræningjaríkjunum.

 
Göke (1495) var flaggskip Kemal Reis í baráttunni í Zonchio.

Ræningjarnir réðust á og hertóku þúsundir skipa og gerðu víða strandhögg, svo að mörg strandhéruð á Spáni og Ítalíu voru næstum því í auðn allt fram á 19. öld. Frá sextándu öld til þeirrar nítjándu er talið að sjóræningjarnir hafi hertekið á bilinu 800.000 til 1.250.000 manns og selt í þrældóm.

Sumir ræningjanna voru evrópskir útlagar eins og til dæmis John Ward, Zymen Danseker og Henry Mainwaring. Hayreddin Barbarossa og Oruç Reis, betur þekktir sem Barbarossa-bræðurnir, sem tóku að sér stjórn Alsír fyrir hönd Ottómanaveldisins snemma á 16. öld urðu líka frægir ræningjar. Evrópsku sjóræningjarnir komu með nýjustu tæknina í búnaði og skipasmíði til Barbarísins um 1600, sem gerði ræningjunum kleift að færa út kvíarnar allt til Atlantshafsins. Sjóránin náðu hámarki á fyrri helmingi 17. aldar.

Sjórán múslima í Miðjarðarhafslöndum höfðu viðgengist síðan á 9. öld, á tímum hins skammlífa furstadæmis á Krít. Þrátt fyrir andúð í garð kristinna manna vegna krossferðanna voru sjóránin þó fremur fátíð framan af. Á 13. og 14. öld voru það frekar kristnir sjóræningjar, einkum frá Katalóníu, sem voru stöðug ógn fyrir kaupmenn. Það var ekki fyrr en seint á 14. öld sem sjóræningjar frá Túnis þóttu næg ógn til að Frakkar og Genúumenn réðust á þá í Mahdia árið 1390 og hefur það verið kallað sem sjóræningjakrossferðin. Márar sem hraktir höfðu verið frá Spáni þegar og sjóræningjar frá öðrum löndum Norður-Afríku komu svo til Túnis og bættust við tölu sjóræningjanna þar en það var ekki fyrr en Ottómanaveldið stækkaði og kaparinn Kemal Reis aðmíráll kom til Barbarísins árið 1487 sem sjóræningjarnir þar urðu raunveruleg ógn við siglingar kristinna manna.

16. öldin

breyta
 
Orrustan við Preveza, 1538.

Spænsku márarnir og ævintýragjarnir múslimar frá Mið-Austurlöndum, en þeirra þekktastir voru bræðurnir Hızır og Oruç frá borginni Mitylene, juku tíðni ránsferðanna í kringum aldamótin 1500. Spánverjar brugðust við með því að ráðast á og vinna borgirnar Oran, Algeirsborg og Túnis. En eftir að Oruç var drepinn í orrustu við Spánverja árið 1518, biðlaði bróðir hans, Hızır, til Selims 1., sem var soldán Ottómanaveldisins um að senda honum hersveitir sem hann gerði. Árið 1529 rak Hızır Spánverjana frá lítilli, víggirtri klettaeyju fyrir utan Algeirsborg, þar sem þeir höfðu komið sér fyrir, og lagði borgina og nágrenni hennar undir Ottómanaveldið. Frá 1518 allt til dauða Uluch Ali árið 1587 var Algeirsborg aðalaðsetur lénsmanna Ottómanaveldisins í Norður-Afríku, sem réðu yfir Trípólí, Túnis og Algeirsborg. Frá 1587 til 1659 var svæðinu stýrt af útsendurum Ottómanaveldisins, eða pasja eins og þeir voru kallaðir, sem voru sendir frá Konstantínópel til að stjórna í þrjú ár. Árið 1659 gerði herliðið í Algeirsborg uppreisn og pasjarnir misstu öll völd. Eftir það töldust borgirnar að vísu til Ottómanaveldisins en voru í raun lýðveldi með herstjórn, sem völdu sér eigin leiðtoga og lifðu af ránsfeng sem hertekinn var frá Spánverjum og Portúgölum.

Á fyrra tímabilinu (1518-1587) voru herrarnir aðmírálar soldánsins, þeir stjórnuðu stórum flotum og stunduðu hernaðarlegar aðgerðir í pólitískum tilgangi. Þeir eltu uppi þræla og aðgerðir þeirra voru grimmar. Eftir 1587 voru hlutverk arftaka þeirra að ræna og rupla, á landi og á sjó. Sjóaðgerðirnar voru stundaðar af kafteinum eða (reises) sem mynduðu hópa eða jafnvel hlutafélög. Fley þeirra voru útbúin af fjárfestum og stjórnuð af þessum reises. Tíu prósent af ágóðanum voru greidd til pashans eða arftaka hans, sem báru titlana agha, dey eða bey.

 
Minnismerkið Quattro Mori ("Fjórir Márar") eftir Pietro Tacca; Livorno, Ítalíu

Árið 1544 hertók Hayreddin eyjuna Ischia ásamt 4.000 föngum og seldi 9.000 íbúa Lipari í þrældóm, sem var nánast allir íbúar eyjunnar. Árið 1551 seldi Turgut Reis alla íbúa maltnesku eyjarinnar Gozo í þrældóm til Líbíu, þeir voru um 5-6.000 manns. Árið 1554 rændu sjóræningjarnir borgina Vieste á suður Ítalíu og tóku um 7.000 þræla. Árið 1555 rændi Turgut Reis Bastíu í Korsíku og tók um 6.000 þræla. Árið 1558 náðu sjóræningjarnir borginni Ciutadella (Minorca) og eyðilögðu hana, þeir slátruðu íbúunum og tóku 3.000 af þeim sem eftir lifðu til Istanbúl og seldu sem þræla. Árið 1563 lenti Turgut Reis á ströndum Granada á Spáni og hertók landnemabyggðirnar á svæðinu eins og Almuñécar ásamt 4.000 föngum. Sjóræningjarnir réðust ítrekað á Baleareyjar og sem svar þá risu upp margir varðturnar meðfram ströndunum ásamt víggirtum kirkjum. Ógning var svo mikil að eyjan Formentera varð óbyggð.

Jafnvel á þessu stigi reyndu Evrópsku ríkin að berjast á móti. Minnismerki Livorno sem kallast Quattro Mori (fjórir márar) fagnar sigrum á sjóræningjum 16. aldarinnar af riddurum Möltu og reglu heilags Stefáns, en stórhertoginn, Ferdínand 1. de' Medici var stórmeistari innan þeirrar reglu. Annað svar var smíði upprunalegu freigátanna sem voru léttar, hraðskreiðar og auðveldar að stýra. Þær voru hannaðar til að ná sjóræningjunum á sjó sem voru að flýgja með góssið sitt. Aðrar varnaraðferðir voru meðal annars eftirlitsturnar á ströndum til að vara fólk við og láta þau vita þegar þau yrðu að koma sér fyrir á víggirtum svæðum ásamt því að kalla saman lið til að berjast á móti sjóræningjunum. Þó var það sérstaklega erfitt að safna liði til að berjast þar sem sjóræningjarnir náðu oft að koma fólki á óvart og ráðast án viðvörunar inn á strendur Evrópska Miðjarðarhafsins vegna lengd strandanna og auðvelds aðgengis frá búðum sjóræningjanna frá Norður- Afríku. Svo fóru sjóræningjarnir einnig mjög varlega í að undirbúa ránsferðir sínar.

17. öldin

breyta
 
Cornelis Hendriksz Vroom, spænskir stríðsmenn grípa Barbarí sjóræningja, 1615.
 
Bardagi við orustuskip í Miðjarðarhafinu í kringum 1640, líklega gegn Barbarí sjóræningjum.
 
Málverk af Charles orustuskipinu sem var byggt árið 1676 til að verja Miðjarðarhafið gegn Barbarí sjóræningjum. Það var með 32 fallbyssum.

Á fyrri hluta 17. aldar var árás sjóræningja frá Barbaríinu (e. Barbary) í hámarki. Þetta voru mest hollenskir „opinberir“ sjóræningjar (það er kallað hér opinberir sjóræningjar þegar stjórnvöld eru með í spilinu ), einkum Zymen Danseker (Simon de Danser), sem notuðu Barbaríhöfn sem bækistöðvar til að ráðast á spænsku skipin á meðan Hollendingar gerðu uppreisn. Þeir unnu með ræningjum sem voru þarna fyrir á Barbaríhafnarsvæðinu og kynntu þeim nýjan hollenskan siglingarútbúnað, sem gerði þeim kleift að mæta Atlantshafinu. Sumir þessara hollensku opinberu sjóræningja játuðu Íslam og settust endanlega að í Norður-Afríku. Má þar nefna Süleyman Reis, "De Veenboer", sem varð flotaforingi í sjóræningjaflota í Alsír 1617 og varðbátsstjóri hans Murat Reis, en hans fæðingarnafn var Jan Janszoon. Báðir unnu fyrir alræmdan, hollenskan opinberan sjóræningja Zymen Danseker. Möltubúar voru búnir að fá nóg og gefin var út fyrirskipun þaðan árið 1607 um árás með fjörutíu og fimm orustuskip til að handtaka og ræna borgina Bona í Alsír. Þessum sigri er minnst með röð veggmynda sem Bernardino Poccetti málaði.

Árásir þessara „opinberu“ Barbarí sjóræningja voru algengar í suðurhluta Portúgal, suður og austur Spáni, Baleareyjum, Kanaríeyjum, Sardiníu og Korsíku, Elbu, Ítalíuskaganum, Sikiley og Möltu. Þeir komu einnig á Atlantshaf norðvesturströnd Iberian Peninsula. Árið 1617 gerðu afrískir sjóræningjar árás á svæðinu þegar þeir eyddu og herjuðu á Bouzas, Cangas (þrjú sveitarfélög á Spáni) og kirkjur í Moana og Darbo.

Árásir Barbarí sjóræningjanna teygðu sig lengra og var m.a. árás háð á Íslandi árið 1627. Jan Janszoon, (Murat Reis yngri) er sagður hafa tekið 400 fanga, 242 af þeim herleiddir og voru síðan seldir í þrældóm á Barbaríströndina. Þeir tóku aðeins ungt fólk og þá sem voru í góðu líkamlegu ástandi. Gamla fólkið safnaðist saman í kirkju sem þeir brenndu og allir þeir sem sýndu mótspyrnu voru drepnir. Meðal þessara fanga var Ólafur Egilsson, sem var leystur úr haldi næsta ár 1628 og fór aftur til Íslands eftir að hafa komið við í Danmörku til að reyna að fá konu sína leysta út og skrifaði hann frásögn um reynslu sína.

Írland var fyrir svipuðum árásum og í júní 1631 kom Murat Reis með sjóræningja frá Alsír og vopnuðum liðsauka frá Tyrkjaveldi og strunsaði á land við litla höfn í þorpinu Baltimore, County Cork. Þeir tóku nánast alla þorpsbúa í þrælahald og fóru með til Norður-Afríku. Fangarnir urðu fyrir misslæmri meðferð - sumir lifðu daginn af hlekkjaðir við árarnar sem skipsþrælar, á meðan aðrir eyddu árum saman í einangrun eða innan veggja hallar sóldáns. Aðeins tveir af þessum herteknu sáu Írland aftur. Mjög margir herleiddir þurftu að sæta fangavistar í Alsír eða meira en 20.000. Þeim ríku var oft hægt að bjarga út með lausnargjaldi, en hinir voru dæmdir í þrældóm. Húsbóndar þeirra leyfðu þeim stundum að fá frelsi ef þeir játuðu íslam. Margt af þessu fólki var með góða þjóðfélagsstöðu, ekki aðeins Ítalir eða Spánverjar, einnig þýskir eða enskir ferðamenn í suðri, sem voru herleiddir. Þó að æðstu fórnarlömb væru íbúar frá ströndum Sikileyjar, Napólí og Spánar, voru allir kaupmenn þeirra þjóða sem ekki greiddu skatt fyrir friðhelgi eða herafla Barbaríríkis til að láta þá vera, líkleg til að vera herteknir á sjónum. Mörg lönd héldu eftir háum upphæðum í þeim tilgangi að leysa fanga úr haldi.

Evrópsk yfirvöld aðstoðuðu við áframhaldandi sjóræningjastarfsemi. Frakkland hvatti sjóræningja gegn Spáni og síðar studdu Bretland og Holland þá gegn Frakklandi. Á seinni hluta 17. aldar var meirihluti evrópska flotaveldisins það burðugt að geta rekið þá burtu og fengið Barbaríríkin til að gera friðarsamning. Hins vegar var mikill viðskipta áhugi þessara ríkja vegna ágóða af árásum á keppinauta sína og þar af leiðandi lítill áhugi á að hætta sjóræningjastarfsemi. Þau kristnu ríki sem náðu bestum tökum á að fást við ógnun sjóræningja var England. Frá 1630 hafði England undirritað friðarsamninga við Barbaríríkin um ýmis málefni, en ávallt voru samningarnir brotnir sem leiddi til harðari átaka. Englendingar ásamt öðrum erlendum skipum sátu fyrir sjóræningjunum til að koma í veg fyrir árás. Enska flotanum óx hins vegar enn fiskur um hrygg og þessi viðvarandi starfsemi gegn sjóræningjum reyndist sífellt dýrari fyrir Barbaríríkin. Á valdatíma Charles II fóru Englendingar í marga leiðangrar og unnu sigur á herflota þeirra og árásir á heimahafnir þeirra sem batt endi á Barbaríógnina við ensku skipin. Royal Navy Squadron sem var undir stjórn Sir John Narborough samdi árið 1675 varanlegan frið við Túnis, eftir að hafa varpað sprengjum á borgina til að telja þá á að láta undan Tripolí.

Friður komst þó á árið 1676. Algeirsborg sem var öflugust af Barbaríríkjunum fór aftur í stríð næsta ár og braut sáttmálann sem var gerður árið 1671. Algeirsborg neyddist til að sættast aftur vegna sigra enska flotans undir stjórn Arthur Herbert árið 1682 og átti sá samningur að vera til ársins 1816. Frakkland sem hafði þá nýlega komið fram sem leiðandi sjóliðsflotans, náði sambærilegum árangri skömmu síðar með árásum á Alsír árið 1682, 1683 og 1688 í að tryggja varanlegan frið og var Tripoli á svipaðann hátt neytt til samninga árið 1686.

Tengsl sjóræningja við Snæfellsnes

breyta
 
Snæfellsjökull hefur skartað sínu fegursta fyrir sjóræningjana sem höfðust við Undir Jökli.
 
Endurgerð þurrabúð frá 20. öld á Hellissandi.

Þó Tyrkjaránið sé þekktasta ránið sem framið var af sjóræningjum hér á landi voru fleiri hópar en Tyrkir sem gerðu strandhögg á Íslandi. Sjórán voru mjög algeng við Atlantshaf á 16. og 17. öld eins og áður hefur komið fram. Enskir menn gátu keypt leyfisbréf hjá stjórnvöldum sem veittu þeim leyfi til að ráðast á spænsk skip en þetta var talin góð leið til að valda Spánverjum tjóni. Þeir sem höfðu slíkt leyfi voru kallaðir fríbýttarar eða kaparar á íslensku. Enskir sjómenn höfðu um árabil stundað veiðar við Ísland og öðlast þar mikla reynslu og færni í siglingum. Englendingar urðu þekktir sem sjóræningjaþjóðin. Sumir þeirra stunduðu veiðar og viðskipti hér á landi. Þeir stunduðu einnig kaupsiglingar til meginlandsins og við Miðjarðarhaf. Margir þrautreyndir sjómenn sem siglt höfðu hingað til lands voru í enska flotanum árið 1588 þegar hann sigraði þann spænska í mikilli sjóorrustu í Ermarsundi. Þeir voru í senn sjómenn við Ísland, hermenn og sjóræningjar.

Víða urðu átök hér á landi á milli Englendinga og Dana s.s. í Vestmannaeyjum. Leiða má að því líkum að þeir Englendingar sem stunduðu sjómennsku og verslun á Íslandi hafi ekki allir verið miklir friðsemdarmenn og vanir átökum. Þrátt fyrir það var ekki mikið um árekstra á milli Englendinga og Íslendinga. Sá atburður varð þó árið 1605 að í brýnu sló á milli þriggja enskra manna og Íslendings. Fór svo að Íslendingurinn varð einum Englendinganna að bana. Tilræðið dæmdist vera nauðvörn en Englendingarnir höfðu áreitt Íslendinginn í heilan dag svo að upp úr sauð. Þetta gerðist á Hellissandi.

Í lok 16. aldar var verslun Englendinga við Ísland orðin mjög lítil eftir erjur við Þjóðverja og Dani. Um 1560 voru ensk verslunarskip horfin frá landinu en fiskiskip héldu áfram komu sinni og á sumum þeirra var einnig verslað. Englendingar héldu sig fjarri kaupstöðum þar sem Danir réðu lögum og lofum. Englendingar komu sér upp búðum annars staðar í landi og virðast aðalbækistöðvarnar hafa verið í Beruvík/Bervík, yst á Snæfellsnesi. Beruvík er nú innan marka Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.

Endalok

breyta

Á seinni hluta sautjándu aldarinnar dró úr sjóránum, þar sem öflug evrópsk sjóveldi beittu í auknum mæli flota sínum til að halda frið og þvinga sjóræningjana til að að hætta að ráðast á kaupskip. Samt sem áður héldu skip og strendur kristinna ríkja sem ekki nutu slíkrar verndar áfram að verða fyrir sjóránum þar til snemma á 19. öldinni.

Í framhaldi af lokum Napóleonsstyrjaldanna og Vínarfundinum á árunum 1814-1815, sammæltust Evrópuríkin um nauðsyn þess að kveða algjörlega niður sjóránin. Upp úr því hvarf ógnin að mestu þótt einstök tilvik héldu áfram að eiga sér stað allt þar til Frakkar lögðu Alsír undir sig árið 1830.

Heimildir

breyta
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Barbary corsairs“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. febrúar 2012.
  • Helgi Þorláksson, Sjórán og siglingar; 9-13, 93, 278-279 (Reykjavík: Mál og menning,1999).

Tenglar

breyta

Tenglar sem tengjast efninu