64°54.94′N 23°51.24′V / 64.91567°N 23.85400°V / 64.91567; -23.85400

Hellissandur

Hellissandur er þorp á utanverðu Snæfellsnesi. Íbúar þar eru um 378 árið 2015. Þorpið er hluti af sveitarfélaginu Snæfellsbæ. Hellissandur er ein elsta útgerðarstöð á Íslandi. Elsti hluti þorpsins er á bökkunum við sjóinn en þar byggðist þorpið kringum afar erfiða lendingu sem kölluð var Brekknavör. Rétt eftir 1700 var byggðin nálægt Hellissandi fjölmennasta þéttbýli á Íslandi. [1]

Sjómenn gerðu að afla í hellisskúta, Brennuhelli sem var í fjörunni undir snarbröttum hraunbökkum. Nafn þorpsins er dregið af þessum helli. Um miðbik 20. aldar var gerð höfn í Krossavík rétt utan við þorpið en sú höfn var aflögð um 1960 þegar höfnin á Rifi varð aðalhöfn fyrir Hellissand. Á Hellissandi er sjóminjasafn. Milli Rifs og Hellissands er Ingjaldshóll en þar ólst Eggert Ólafsson upp.

Heimild breyta

   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Tilvísanir breyta

  1. Hvar er elsta byggð á Íslandi? Vísindavefurinn