Monumento dei Quattro Mori

Monumento dei Quattro Mori (fjórir Márar) er minnisvarðinn sem er eitt helsta kennileiti Livorno-borgar á Ítalíu og stendur á torgi við gömlu Medici-höfnina. Minnisvarðinn var reistur til að minnast sigra Ferdínands 1. stórhertoga á sjóræningjum við strönd Barbarísins og síðar stórum flota Tyrkja.

Monumento dei Quattro Mori.

Efri hluti minnisvarðans, marmarastytta af Ferdínand 1., var unnin á árunum 1595-1599 í Carrara af Giovanni Bandini og var flutt til Livorno sjóleiðina árið 1601. Neðri hluta minnisvarðans sem er bronsstyttur af fjórum Márum, var bætt við á árunum 1623–1626. Myndhöggvarinn Pietro Tacca notaði tvo þræla sem fyrirmyndir og sagt er að eftir fyrirsætustörf sín í nokkra mánuði hafi þeir fengið frelsi. Bronsstytturnar þykja sýna einstaklega vel líkamsbyggingu mannsins.

Ólafur Egilsson sá þetta minnismerki í för sinni til Livorno árið 1627 og lýsir því í Reisubók Ólafs Egilssonar.

Heimildir

breyta