Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (fædd 31. desember 1954) er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Fæðingardagur: 31. desember 1954 (1954-12-31) (65 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
Flokkur: Samfylkingin
Þingsetutímabil
1991-1994 í Reykjavík fyrir Kvennal.
2005-2007 í Reykv. n. fyrir Samf.
2007-2009 í Reykv. s. fyrir Samf.
= stjórnarsinni
Embætti
2007-2009 Utanríkisráðherra
2005-2009 Formaður Samfylkingarinnar
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Hún hefur einnig gegnt stöðu forstjóra Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og verið yfirmaður UN Women, stofnunar á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Ingibjörg Sólrún er dóttir Ingibjargar J. Níelsdóttur (1918-2013) húsmóður og Gísla Gíslasonar (1916-2006) verslunarmanns í Reykjavík.

MenntunBreyta

Ingibjörg lauk stúdentsprófi árið 1974 frá Menntaskólanum við Tjörnina (sem nú nefnist Menntaskólinn við Sund) og BA-prófi í sagnfræði og bókmenntum við Háskóla Íslands árið 1979. Eftir BA-próf fór hún til Danmerkur þar sem hún var gestanemandi við Hafnarháskóla frá 1979-1981. Hún kom aftur til Íslands og stundaði cand.mag. nám í sagnfræði við Háskóla Íslands á árunum 1981-1983.

StarfsferillBreyta

Ingibjörg Sólrún var borgarfulltrúi í Reykjavík 1982-1988 og aftur 1994-2006. Hún var ritstjóri kvennatímaritsins Veru á árunum 1988-1990, þingkona Kvennalistans 1991-1994 og borgarstjóri Reykjavíkurborgar frá árinu 1994 til 2003. Ingibjörg Sólrún var utanríkisráðherra á árunum 2007-2009.

Ingibjörg Sólrún sigraði Össur Skarphéðinsson í formannskjöri í póstkosningu á landsfundi Samfylkingarinnar í maí 2005. Hlaut Ingibjörg 7.997 atkvæði, eða um tvo þriðju atkvæða, og Össur 3.970, eða um þriðjung. Ingibjörg Sólrún gegndi formennsku í fjögur ár, þar til í mars 2009. Á árunum 2003-2005 var hún varaformaður Samfylkingarinnar. Hún sat á Alþingi fyrir Reykjavík á árunum 2005-2009.

TrúnaðarstörfBreyta

 • Formaður stjórnar stúdentaráðs Háskóla Íslands 1977-1978.
 • Skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar 1982-1986 og í félagsmálaráði 1986-1988.
 • Formaður borgarráðs 1994-2003.
 • Sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1987.
 • Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991-1994 og 2005-2007.
 • Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkur 1994-2002.
 • Í stjórn Landsvirkjunar 1999-2000.
 • Formaður miðborgarstjórnar 1999-2002.
 • Formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2000-2003.
 • Í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 2002-2003.
 • Formaður dómnefndar um skipulagssamkeppni vegna Tónlistar- og ráðstefnuhúss 2001.
 • Formaður stjórnar Aflvaka 2002-2004.
 • Formaður hverfisráðs miðborgar 2002-2005.
 • Í bankaráði Seðlabanka Íslands 2003-2005.
 • Varaformaður Samfylkingarinnar 2003-2005
 • Formaður Samfylkingarinnar 2005-2009.
 • Utanríkismálanefnd 1991-1993.
 • Þingmannanefnd EFTA/EES 1991-1994 og 2005-2007.
 • Félagsmálanefnd 1991-1994.
 • Heilbrigðis- og trygginganefnd 1991-1994.
 • Efnahags- og viðskiptanefnd 2005-2006.
 • Í stjórnarskrárnefnd 2005-2006.

TenglarBreyta


Fyrirrennari:
Valgerður Sverrisdóttir
Utanríkisráðherra
(24. maí 20071. febrúar 2009)
Eftirmaður:
Össur Skarphéðinsson
Fyrirrennari:
Árni Sigfússon
Borgarstjóri Reykjavíkur
(13. júní 19941. febrúar 2003)
Eftirmaður:
Þórólfur Árnason
Fyrirrennari:
Össur Skarphéðinsson
Formaður Samfylkingarinnar
(21. maí 200528. mars 2009)
Eftirmaður:
Jóhanna Sigurðardóttir
Fyrirrennari:
Margrét Frímannsdóttir
Varaformaður Samfylkingarinnar
(2. nóvember 200321. maí 2005)
Eftirmaður:
Ágúst Ólafur Ágústsson