Róbert Marshall
Róbert Marshall (f. 31. maí 1971) er upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Íslands. Hann hefur starfað sem fréttamaður, stjórnmálamaður og leiðsögumaður. Róbert var kjörinn á Alþingi fyrir Samfylkinguna í Alþingiskosningunum 2009, en bauð sig fram fyrir Bjarta framtíð í Alþingiskosningunum 2013. Róbert starfaði lengi sem fréttamaður og starfaði á Vikublaðinu, Mannlífi, Tímanum og Stöð 2. Hann var kosinn formaður Blaðamannafélags Íslands árið 2003 og endurkjörinn árið 2005.[1] Á sama ári hætti hann hjá Stöð 2 sem fréttamaður vegna mistaka í frétt um Íraksstríðið[2] og varð síðar forstöðumaður fréttastöðvarinnar NFS.
Árið 2007 varð Róbert aðstoðarmaður samgönguráðherrans Kristjáns L. Möller.[3]
Róbert bauð sig fram og var kosinn á þing fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi árið 2009. Í október 2012 sagði hann sig úr þingflokki Samfylkingarinnar en sagðist þó ætla að styðja ríkisstjórnina út kjörtímabilið. Hann bauð sig fram og var endurkjörinn fyrir Bjarta framtíð í Reykjavíkurkjördæmi suður í Alþingiskosningunum 2013. Róbert ákvað að gefa ekki kost á sér í Alþingiskosningunum 2016.[4]
Heimildir
breyta- ↑ „Róbert Marshall endurskjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. mars 2012. Sótt 1 maí 2011.
- ↑ Robert Marshall sagði upp
- ↑ Róbert Marshall verður aðstoðarmaður samgönguráðherra
- ↑ 13 þingmenn hætta - 6 fyrrverandi ráðherrar Rúv, skoðað 14. september, 2016.