Þjóðskrá
Þjóðskrá er skrá yfir alla einstaklinga sem hafa ríkisborgararétt eða búseturétt í því landi sem þjóðskráin nær yfir.
Í þjóðskrá eru færðar breytingar sem verða á högum manna svo sem fæðingar, nafngjafir, breytingar á hjúskaparstöðu, flutningar, andlát og fleira. Einhvers konar þjóðskrár eru haldnar víða í Evrópu. Í Bandaríkjunum er ekki miðlægur gagnagrunnur af þeim toga heldur fer skráning íbúa og atburða fram eftir reglum hvers fylkis.
Þjóðskrá Ísland
breytaÍslensku þjóðskránni er viðhaldið af Þjóðskrá Íslands, sem er ný stofnun sem varð til þann 1. júlí 2010 við samruna Fasteignaskrár Íslands og Þjóðskrár. Greiða þarf fyrir upplýsingar úr Þjóðskrá, en (netbankar) veita aðgang að skránni án endurgjalds.