Borgarahreyfingin
Borgarahreyfingin | |
---|---|
Fylgi | ![]() |
Stofnár | 2009 |
Höfuðstöðvar | Höfðatún 12, 105 Reykjavík |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
lýðræði, jafnrétti, réttlæti |
Einkennislitur | appelsínugulur |
Vefsíða | www.borgarahreyfingin.is |
Borgarahreyfingin – þjóðin á þing er stjórnmálahreyfing sem var stofnuð 2009 í kjölfar efnahagskreppunnar á Íslandi og bauð fram til Alþingiskosninganna 2009.[1] Skoðanakannanir sýndu jafnt og þétt vaxandi fylgi við hreyfinguna frá því að framboðið var fyrst tilkynnt til fjölmiðla, þann 23. febrúar 2009[2] og stóð það í 6,2% síðustu daga fyrir kosningar.[3] Í kosningunum náði Borgarahreyfingin fjórum þingsætum, en hefur ekkert í dag.
Borgarahreyfingin varð til við samruna Samstöðu-hópsins og hópa sem verið hafa að starfa að lýðræðismálum í Borgartúni 3. Framboðið hlaut nafnið Borgarahreyfingin og tengt því er unnið mikið grasrótarstarf. Á vef Borgarahreyfingarinnar stendur að hún „vilji hreinsa út spillingu, koma á virkara lýðræði og skýrri þrískiptingu valdsins“.[4] Borgarahreyfingin styður persónukjör og hefur lýst því yfir að hreyfingin verði lögð niður eftir að markmiðum hennar hefur verið náð. Meðal annara stefnumála er andstaða við verðtryggð lán, þjóðaratkvæðagreiðslur óski 7% þjóðarinnar þess og stjórnlagaþing haustið 2009.[5]
Merki Borgarahreyfingarinnar — appelsínugul slaufa — vísar til appelsínugula borðans sem mótmælendur sem mótmæltu friðsamlega báru.
Formenn stjórnarBreyta
Formaður | Kjörinn | Hætti |
Herbert Sveinbjörnsson | 2009 | 2009 |
Baldvin Jónsson | 2009 | 2009 |
Valgeir Skagfjörð | 2009 | 2009 |
Heiða B. Heiðarsdóttir | 2009 | 2010 |
Þórdís B. Sigurþórsdóttir | 2010 |
FramboðslistarBreyta
Reykjavíkurkjördæmi norður | Reykjavíkurkjördæmi suður | Norðvesturkjördæmi | |||
---|---|---|---|---|---|
1 | Þráinn Bertelsson | 1 | Birgitta Jónsdóttir | 1 | Gunnar Sigurðsson |
2 | Katrín Snæhólm Baldursdóttir | 2 | Baldvin Jónsson | 2 | Lilja Skaftadóttir |
3 | Jóhann Kristjánsson | 3 | Sigurlaug Ragnarsdóttir | 3 | Guðmundur Andri Skúlason |
4 | Anna B. Saari | 4 | Hannes Ingi Guðmundsson | 4 | Ingibjörg Snorradóttir Hagalín |
5 | Sigurður Hr. Sigurðsson | 5 | Hallfríður Þórarinsdóttir | 5 | Þeyr Guðmundsson |
Norðausturkjördæmi | Suðurkjördæmi | Suðvesturkjördæmi | |||
1 | Herbert Sveinbjörnsson | 1 | Margrét Tryggvadóttir | 1 | Þór Saari |
2 | Björk Sigurgeirsdóttir | 2 | Jón Kr. Arnarson | 2 | Valgeir Skagfjörð |
3 | Hjálmar Hjálmarsson | 3 | Hildur Harðardóttir | 3 | Ingifríður R. Skúladóttir |
4 | Ragnhildur Arna Hjartardóttir | 4 | Ragnar Þór Ingólfsson | 4 | Ragnheiður Fossdal |
5 | Rakel Sigurgeirsdóttir | 5 | Þórhildur Rúnarsdóttir | 5 | Sigríður Hermannsdóttir |
TilvísanirBreyta
- ↑ „Borgarahreyfingin býður fram í öllum kjördæmum“ á Vísi.is (Skoðað 13. apríl 2009).
- ↑ „Borgarahreyfingin býður fram“. Mbl.is. 23. febrúar 2009.
- ↑ „Dregur saman með flokkunum“. mbl.is. 22. apríl 2009. (pdf)
- ↑ „Um Borgarahreyfinguna“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. mars 2009. Sótt 18. mars 2009.
- ↑ „Stefna Borgarahreyfingarinnar“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. apríl 2009. Sótt 23. apríl 2009.
TengillBreyta
- Vefsíða Borgarahreyfingarinnar Geymt 2009-04-30 í Wayback Machine