Borgarahreyfingin – þjóðin á þing var stjórnmálahreyfing sem var stofnuð 2009 í kjölfar efnahagskreppunnar á Íslandi og bauð fram til Alþingiskosninganna 2009.[1] Skoðanakannanir sýndu jafnt og þétt vaxandi fylgi við hreyfinguna frá því að framboðið var fyrst tilkynnt til fjölmiðla, þann 23. febrúar 2009[2] og stóð það í 6,2% síðustu daga fyrir kosningar.[3] Í kosningunum náði Borgarahreyfingin fjórum þingsætum.

Borgarahreyfingin
Merki Borgarahreyfingarinnar
Merki Borgarahreyfingarinnar
Stofnár 2009
Lagt niður 2010
Gekk í Hreyfingin
Höfuðstöðvar Höfðatún 12, 105 Reykjavík
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
lýðræði, jafnrétti, réttlæti
Einkennislitur appelsínugulur
Vefsíða www.borgarahreyfingin.is

Borgarahreyfingin varð til við samruna Samstöðu-hópsins og hópa sem verið hafa að starfa að lýðræðismálum í Borgartúni 3. Framboðið hlaut nafnið Borgarahreyfingin og tengt því er unnið mikið grasrótarstarf. Á vef Borgarahreyfingarinnar stendur að hún „vilji hreinsa út spillingu, koma á virkara lýðræði og skýrri þrískiptingu valdsins“.[4] Borgarahreyfingin styður persónukjör og hefur lýst því yfir að hreyfingin verði lögð niður eftir að markmiðum hennar hefur verið náð. Meðal annara stefnumála er andstaða við verðtryggð lán, þjóðaratkvæðagreiðslur óski 7% þjóðarinnar þess og stjórnlagaþing haustið 2009.[5]

Árið 2009 yfirgáfu allir fjórir þingmenn flokksins flokkinn eða fóru þrír þeirra í klofning flokksins, Hreyfingin, og einn í Vinstri græn. Því var flokkurinn með engann þingmann eftir 2009. Flokkurinn var formlega lagður niður árið 2010 og sameinaðist Hreyfingunni. Árið 2012 voru uppi hugmyndir um að Borgarahreyfingin, Hreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn myndu sameinast í nýtt stjórnmálaafl fyrir næstu alþingiskosningar 2013 sem að var Dögun sem að bauð fram í kosningnum 2013, 2016 og 2017 en náði inn engum þingmanni og var formlega lögð niður árið 2021.

Margrét Tryggvadóttir einn þingmaður flokksins sagði frá því í bókinni Útistöður frá 2014 að flokkurinn væri "dæmdur til þess að springa" og lýsti því að í flokknum hafi reiðasta fólk landsins sameinast og að mögulega gætu átökin í flokknum verið sett út á það að í flokknum var hátt hlutfall óvirkra alkahólista.[6]

Merki Borgarahreyfingarinnar, appelsínugul slaufa, vísaði til appelsínugula borðans sem mótmælendur sem mótmæltu friðsamlega báru.

Formenn stjórnar

breyta
Formaður Kjörinn Hætti
Herbert Sveinbjörnsson 2009 2009
Baldvin Jónsson 2009 2009
Valgeir Skagfjörð 2009 2009
Heiða B. Heiðarsdóttir 2009 2010
Þórdís B. Sigurþórsdóttir 2010 2010

Framboðslistar í alþingiskosningum 2009

breyta
Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Norðvesturkjördæmi
1 Þráinn Bertelsson 1 Birgitta Jónsdóttir 1 Gunnar Sigurðsson
2 Katrín Snæhólm Baldursdóttir 2 Baldvin Jónsson 2 Lilja Skaftadóttir
3 Jóhann Kristjánsson 3 Sigurlaug Ragnarsdóttir 3 Guðmundur Andri Skúlason
4 Anna B. Saari 4 Hannes Ingi Guðmundsson 4 Ingibjörg Snorradóttir Hagalín
5 Sigurður Hr. Sigurðsson 5 Hallfríður Þórarinsdóttir 5 Þeyr Guðmundsson
Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi
1 Herbert Sveinbjörnsson 1 Margrét Tryggvadóttir 1 Þór Saari
2 Björk Sigurgeirsdóttir 2 Jón Kr. Arnarson 2 Valgeir Skagfjörð
3 Hjálmar Hjálmarsson 3 Hildur Harðardóttir 3 Ingifríður R. Skúladóttir
4 Ragnhildur Arna Hjartardóttir 4 Ragnar Þór Ingólfsson 4 Ragnheiður Fossdal
5 Rakel Sigurgeirsdóttir 5 Þórhildur Rúnarsdóttir 5 Sigríður Hermannsdóttir

Tilvísanir

breyta
  1. „Borgarahreyfingin býður fram í öllum kjördæmum“ á Vísi.is (Skoðað 13. apríl 2009).
  2. „Borgarahreyfingin býður fram“. Mbl.is. 23. febrúar 2009.
  3. „Dregur saman með flokkunum“. mbl.is. 22. apríl 2009. (pdf)
  4. „Um Borgarahreyfinguna“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. mars 2009. Sótt 18. mars 2009.
  5. „Stefna Borgarahreyfingarinnar“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. apríl 2009. Sótt 23. apríl 2009.
  6. „Borgarahreyfingin var dæmd til að springa - RÚV.is“. RÚV. 9. október 2014. Sótt 23. apríl 2024.

Tengill

breyta