Höfuðborgarsvæðið
Höfuðborgarsvæðið er sá hluti Íslands sem samanstendur af Reykjavíkurborg og næsta nágrenni hennar. Algengasta afmörkun svæðisins er sú að það nái yfir Reykjavík og 6 nágrannasveitarfélög hennar. Svæðið nær frá botni Hvalfjarðar í norðri og suður fyrir Straumsvík sunnan Hafnarfjarðar, jarðfræðilega er það hluti Reykjanesskaga. Svæðið er afar þéttbýlt á íslenskan mælikvarða og óx mjög hratt á síðari hluta 20. aldar, nú búa þar um 64% Íslendinga; um 260.363 manns (mars 2025. Þjóðskrá).
Höfuðborgarsvæðið | |
---|---|
![]() | |
![]() Svæðið á Open Street Map | |
Hnit: 64°06′N 21°53′V / 64.100°N 21.883°V | |
Land | Ísland |
Kjördæmi | |
Stærsti bær | Reykjavík |
Sveitarfélög | 7 |
Flatarmál | |
• Samtals | 1.046 km2 |
Mannfjöldi (2025)[2] | |
• Samtals | 249.054 |
• Þéttleiki | 238,10/km2 |
ISO 3166 kóði | IS-1 |
Sveitarfélögin á svæðinu eiga með sér víðtækt samstarf á ýmsum sviðum. Til dæmis í sorpmálum og almenningssamgöngum auk þess að þau reka sameiginlegt slökkvilið. Árið 2007 var svo stofnað sameiginlegt lögregluembætti fyrir allt svæðið.
Svæðinu er skipt niður í þrjú kjördæmi vegna alþingiskosninga: Reykjavík skiptist í norður og suðurkjördæmi en hin sveitarfélögin á svæðinu tilheyra Suðvesturkjördæmi (kraganum). Það land sem sveitarfélögin ná yfir var hluti af Gullbringu- og Kjósarsýslu. Til forna var þetta land hluti Kjalarnesþings.
Hvað dómsvald í héraði snertir þá tilheyra Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjósarhreppur umdæmi héraðsdóms Reykjavíkur en Garðabær, Hafnarfjörður og Kópavogur umdæmi héraðsdóms Reykjaness.
Sveitarfélög
breytaSjö sveitarfélög eiga aðild að Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Sveitarfélag | Íbúafjöldi (2025) | Flatarmál (km2)[1] | Þéttleiki (á km2) | ISO 3166-2 |
---|---|---|---|---|
Reykjavíkurborg | 138.772 | 244 km2 | 568,74 | IS-RKV |
Kópavogsbær | 40.040 | 110 km2 | 364 | IS-KOP |
Hafnarfjarðarkaupstaður | 31.525 | 174 km2 | 181,18 | IS-HAF |
Garðabær | 20.116 | 46 km2 | 437,3 | IS-GAR |
Mosfellsbær | 13.715 | 186 km2 | 73,74 | IS-MOS |
Seltjarnarnesbær | 4.585 | 2 km2 | 2,292,5 | IS-SEL |
Kjósarhreppur | 301 | 284 km2 | 1,06 | IS-KJO |
Mannfjöldi
breytaÍbúar voru 249.054 manns árið 2025 samkvæmt Hagstofunni.[2]
|
|
Myndir
breyta-
Loftmynd
-
Reykjavík
-
Kópavogur
-
Hafnarfjörður
-
Garðabær
-
Mosfellsbær
-
Seltjarnarnes
-
Kjósarhreppur
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Náttúrufræðistofnun - Sveitarfélagasjá“. atlas.lmi.is. Landmælingar Íslands.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 „Mannfjöldi eftir landshlutum, kyni og aldri 1. janúar 1998-2025“. hagstofa.is. Hagstofa Íslands. 1 janúar 2025. Sótt 22. mars 2025.
- ↑ 3,0 3,1 „Mannfjöldi eftir sveitarfélögum 1901-1990“. hagstofa.is. Hagstofa Íslands. Sótt 22. mars 2025.