Skúli Helgason

íslenskur stjórnmálamaður

Skúli Þór Helgason (f. 15. apríl 1965) er íslenskur stjórnmálamaður, borgarfulltrúi og fyrrum alþingismaður fyrir Samfylkinguna

Skúli Helgason (SkH)
Formaður iðnaðarnefndar
Í embætti
2009–2010
Formaður menntamálanefndar
Í embætti
2010–2011
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2009 2013  Reykjavíkurkjördæmi suður  Samfylking
Persónulegar upplýsingar
Fæddur15. apríl 1965 (1965-04-15) (59 ára)
Reykjavík
Æviágrip á vef Alþingis

Skúli fæddist í Reykjavík og foreldrar hans eru Helgi Skúlason (1933 – 1996) leikari og Helga Bachmann (1931– 2011) leikkona. Systir hans er Helga Vala Helgadóttir íslenskur lögfræðingur og fyrrum stjórnmálakona. Kona hans er Anna-Lind Pétursdóttir sálfræðingur og hann á fimm börn.

Starfsferill

breyta

Skúli lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1984, BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og MPA-próf í opinberri stjórnsýslu frá University of Minnesota árið 2005.

Skúli var dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu frá 1984–1996. Hann var frá 1991–1992 varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, síðar framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands frá 1992–1993 og var í stjórn Félagsstofnunar stúdenta frá 1994–1996. Hann var dagskrárgerðarmaður hjá Bylgjunni frá 1996–1998 og dagskrárstjóri Bylgjunnar frá 1998–1999.

Skúli var framkvæmdastjóri innlendra viðburða hjá Reykjavík - menningarborg Evrópu frá 1999–2000, útgáfustjóri hjá Eddu - miðlun og útgáfu frá 2001–2003 og varaformaður stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá 2007–2008. Frá 2007–2009 var hann formaður stjórnar Iceland Naturally, formaður Hollvinasamtaka Minnesota-háskóla á Íslandi frá 2007 og frá 2010–2013 í nefnd um eflingu græna hagkerfisins.

Stjórnmálaferill

breyta

Skúli var framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar frá 2006–2009.

Í Alþingiskosningum 2009 var hann kjörinn Alþingismaður fyrir Reykjavíkurkjördæmis suður þangað til að hann datt út af þingi í Alþingiskosningunum 2013 en náði hann kjöri sem varaþingmaður fyrir Reykjavíkurkjördæmis norður. Hann sat í Heilbrigðisnefnd frá 2009–2010, var formaður iðnaðarnefnd frá 2009–2010, í menntamálanefnd frá 2009–2011, formaður þess frá 2010–2011, í umhverfisnefnd 2010–2011, frá 2010–2011 í viðskiptanefnd, í allsherjar- og menntamálanefnd frá 2011–2013 og var í efnahags- og viðskiptanefnd frá 2011–2013. [1]

Í Borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2014 náði hann kjöri fyrir Samfylkinguna og situr þar en. Hann er formaður skóla- og frístundaráðs. [2]

Heimildir

breyta
  1. Alþingi, Æviágripi - Skúli Helgason (skoðað 16. September 2023)
  2. Reykavík, Borgarfulltrúar - Skúli Helgason (skoðað 16. September 2023)