Körfuknattleiksfélagið Gosi

Körfuknattleiksfélagið Gosi síðar Körfuknattleiksfélag Reykjavíkur var reykvískt íþróttafélag sem stofnað var 25. desember 1951. Það var lagt niður árið 1970 þegar starfsemin rann inn í nýstofnaða körfuknattleiksdeild Vals.

Saga breyta

Körfuknattleiksfélagið Gosi var stofnað af nokkrum nemendum í Menntaskólanum í Reykjavík. Líkt og nafnið gefur til kynna fylgdi takmörkuð alvara máli. Félagið fékk ekki formlega aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur fyrst í stað og keppti því sem gestalið á fyrsta Íslandsmótinu í körfubolta sem fram fór á árinu 1952. Félagið vann til Íslandsmeistaratitla í yngri flokkum undir þessu heiti sínu næstu árin.[1] Guðmundur Georgsson var formaður félagsins flestöll fyrstu árin.

Í lok árs 1957 var ákveðið að breyta nafni félagsins í Körfuknattleiksfélag Reykjavíkur (KFR). Um leið var tilkynnt um ráðningu Evalds Mikson sem aðalþjálfara félagsins.[2] Undir hinu nýja heiti urðu liðsmenn Körfuknattleiksfélags Reykjavíkur tvívegis Reykjavíkurmeistarar, auk þess sem starf yngri flokka stóð í blóma. Í september 1970 yfirtók Körfuknattleiksdeild Vals alla starfsemi félagsins.

Tilvísanir breyta

  1. Skafti Hallgrímsson (2001): 37.
  2. „Morgunblaðið 2. febrúar 1958“.

Heimildir breyta

  • Skafti Hallgrímsson. (2001). Leikni ofar líkamsburðum. Saga körfuknattleiks á Íslandi í hálfa öld. Reykjavík: KKÍ.