1838
ár
(Endurbeint frá MDCCCXXXVIII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1838 (MDCCCXXXVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 25. mars - Til landsins kom póstskip, sem hafði lent í hrakningum við Dyrhólaey og hrakti til Noregs, þar sem það hafði beðið færis að komast til Íslands í fjóra mánuði.
- 12. júní - Harðir jarðskjálftar bæði fyrir norðan land og sunnan. Kirkjan á Knappsstöðum í Stíflu stórskemmdist. Bjarghrun í Grímsey og Málmey og einn maður beið bana. Hús skemmdust í Árnessýslu, einkum á Eyrarbakka, og nokkrir menn meiddust.
- 23. nóvember - Hólavallakirkjugarður í Reykjavík tekinn í notkun.
- Morten Hansen Tvede lét af embætti landfógeta og Stefán Gunnlaugsson tók við.
- Hreppstjórar Akrahrepps gerðu þjófaleit hjá Hjálmari Jónssyni í Bólu.
- Gos varð í Grímsvötnum.
- Sunnanpósturinn hætti útgáfu.
Fædd
- 27. mars - Júlíana Jónsdóttir, skáldkona, sem var fyrst íslenskra kvenna til að gefa út ljóðabók (d. 1918).
- 9. ágúst - Theodór Jónassen, amtmaður og háyfirdómari (d. 1891).
- 28. ágúst - Torfi Bjarnason, skólastjóri í Ólafsdal (d. 1915).
- 26. september - Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi, íslenskur rithöfundur (d. 1930).
Dáin
- 9. nóvember - Hannes Bjarnason, prestur og skáld á Ríp (f. 1777).
Erlendis
breyta- 11. janúar - Samuel Morse kynnti ritsíma sinn í fyrsta sinn opinberlega.
- 8. apríl - Áætlunarsiglingar með gufuskipum hófust á milli Bristol í Englandi og New York í Bandaríkjunum. Það var gufuskipið Great Western sem fór fyrstu ferðina.
- 13. mars - Flóð urðu í Dóná við borgirnar sem urðu síðar að Búdapest. Yfir 150 létust.
- 30. apríl - Níkaragva sagði sig úr Sambandslýðveldi Mið-Ameríku og lýsti yfir sjálfstæði.
- 26. maí - Slóð táranna: Sérókar voru fluttir nauðungarflutningum í Bandaríkjunum.
- 28. júní - Viktoría Bretadrottning var krýnd.
- 1. ágúst - Þrælahald var afnumið í öllum löndum breska heimsveldisins.
- 17. september - Bertel Thorvaldsen myndhöggvari sneri heim til Kaupmannahafnar frá Róm eftir að hafa búið þar frá 1797.
- 1. október - Breskur her réðist inn í Afganistan til að koma í veg fyrir að Rússar næðu þar yfirráðum.
- 5. nóvember - Hondúras og Kosta Ríka sögðu sig úr Sambandslýðveldi Mið-Ameríku og lýstu yfir sjálfstæði.
- 27. nóvember - Kökustríðið hófst. Það var milliríkjadeila milli Frakklands og Mexíkó sem leiddi til innrásar Frakka í Mexíkó.
- Sænski efnafræðingurinn Jöns Jakob Berzelius uppgötvaði prótín.
- Konur á Pitcairn-eyju urðu fyrstar í heimi til að fá kosningarétt.
- Ahomríkið lagðist af á Indlandi.
- Duke-háskóli var stofnaður í Norður-Karólínu.
- Finnska vísindafélagið var stofnað.
Fædd
- 10. maí - John Wilkes Booth, bandarískur leikari sem myrti Abraham Lincoln (d. 1865).
- 24. júní - Jan Matejko, pólskur listmálari (d. 1893).
- 2. september - Liliuokalani, síðasta drottning Havaí (d. 1917).
- 25. október - Georges Bizet, franskt tónskáld (d. 1875).
- 31. október - Luis 1. Portúgalskonungur (d. 1889).
Dáin
- 4. maí - Lorentz Angel Krieger, danskur embættismaður sem var stiftamtmaður á Íslandi (f. 1797).
- 17. maí - Charles Maurice de Talleyrand, franskur diplómati og stjórnmálamaður (f. 1754).