Gufuskip (stundum eimskip) er skip sem knúið er áfram með gufuvél. Gufuvélin snýr skipsskrúfu eða spaðahjóli sem knýr skipið áfram í vatninu. Gufuskip voru fyrsta stig vélvæðingar skipa og tóku við af seglskipum. Þau áttu sitt blómaskeið á síðari hluta 19. aldar og fyrstu áratugum þeirrar 20. þar til dísilvélar tóku við sem ríkjandi aflgjafi um borð í skipum.

Finnska gufuskipið SS Ukkopekka
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.