Finnska vísindafélagið

Finnska vísindafélagið er elsta vísindafélag í Finnlandi. Það er þekkt undir latneska nafninu Societas Scientiarum Fennica, á sænsku Finska Vetenskaps-Societeten, og á finnsku Suomen Tiedeseura.

Félagið var stofnað 1838 og er með höfuðstöðvar í Helsinki. Í félaginu eru 120 fullgildir finnskir félagsmenn (undir 67 ára aldri), og 124 erlendir félagsmenn. Félagið skiptist í fjórar deildir: 1: stærðfræði og eðlisfræði-, 2: lífvísinda-, 3: hugvísinda-, og 4: félagsvísindadeild.

Finnska vísindafélagið gefur út árbók, tímaritið Sphinx, og ritraðir á ýmsum fræðasviðum, frá 1918 í samvinnu við Finnsku vísindaakademíuna.

Finnska vísindafélagið veitir einnig verðlaun og viðurkenningar, og styrki til vísinda og fræðistarfa.

Af sögulegum ástæðum var Finnska vísindafélagið lengst af sænskumælandi, þó að á síðari árum hafi finnska fengið viðurkenningu innan félagsins. Því var það að árið 1908 var stofnað sérstakt vísindafélag fyrir finnskumælandi vísindamenn, Finnska vísindaakademían. Einnig eru starfandi tvær finnskar akademíur um tæknileg efni, auk þess sem þessir fjórir aðilar hafa með sér samstarfsvettvang.

Sjá einnig

breyta

Heimild

breyta

Tenglar

breyta