Duke-háskóli (enska Duke University) er einkarekinn rannsóknarháskóli í Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Skólinn var stofnaður árið 1838 í bænum Trinity en var fluttur til Durham árið 1892. Tóbaksframleiðandinn James B. Duke stofnaði Duke-sjóðinn árið 1924 en af því tilefni var skipt um nafn á skólanum og var hann nefndur Duke-háskóli í minningu Washingtons Duke, föður James B. Duke.

Duke-háskóli

Skólinn skiptist í tvo grunnnámsskóla og átta framhaldsnámsskóla. 37% grunnnema tilheyra minnihlutahópum en grunnnemar koma frá öllum 50 fylkjum Bandaríkjanna og 117 löndum víða um heim.[1] Árið 2007 taldi U.S. News & World Report að í grunnnámi væri Duke áttundi besti háskóli Bandaríkjanna.[2] Læknaskóli, lagaskóli og viðskiptaskóli Duke voru jafnframt meðal 11 bestu í Bandaríkjunum.[3]

Kennarar við skólann eru 2518. Grunnnemar eru á 7. þúsund eða framhaldsnemar eru tæplega 6000. Fjárfestingar skólans námu 4,5 milljörðum dollara árið 2006.

Einkunnarorð skólans eru Eruditio et religio eða „Þekking og trú“.

Myndagallerí

breyta

Neðanmálsgreinar

breyta

Tengill

breyta
   Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.