1936
ár
(Endurbeint frá Júlí 1936)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1936 (MCMXXXVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 1. maí - Grænmetisverzlun ríkisins tók til starfa.
- 11. maí - Knattspyrnufélagið Víðir varð stofnað í Garði.
- 1. júní - Ungmennafélag Selfoss var stofnað.
- 23. júní - Rækjuverksmiðja Ísafjarðar hóf starfsemi.
- 29. október - Raftækjaverksmiðjan Rafha var stofnuð.
- Tryggingastofnun ríkisins var stofnuð.
- Dagblaðið Þjóðviljinn kom fyrst út.
- Ferðaskrifstofa ríkisins var stofnuð.
- Daníelsslippur í Reykjavíkurhöfn var starfræktur.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 20. janúar - Játvarður 8. Bretlandskonungur tók við krúnunni eftir að faðir hans Georg 5. lést.
- 6. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir 1936 fóru fram í Garmisch-Partenkirchen, Þýskalandi.
- 13. apríl - Knattspyrnumaðurinn Joe Payne skoraði tíu mörk í sama leiknum í enska boltanum og setti met.
- 1. mars - Hoover-stíflan var tilbúin í Bandaríkjunum.
- 7. mars - Nasistar hertóku Rínarlönd.
- 9. mars - Ítalska austur-Afríka var stofnuð í ítölsku nýlendunum Eþíópíu, Eritreu og Sómalíland.
- 26. júní - Fyrsta þyrlan, Focke-Wulf Fw 61, hóf sig til lofts.
- 17. júlí - Spænska borgarastyrjöldin hófst.
- 1. ágúst - Sumarólympíuleikarnir 1936 hófust í Berlín. Fyrstu beinu útsendingarnar frá íþróttaviðburði átti sér stað.
- 7. september - Síðasti tasmaníutígurinn dó út í dýragarði.
- 3. nóvember - Forsetakosningar í Bandaríkjunum fóru fram. Franklin D. Roosevelt, sitjandi forseti, hélt embætti.
- 11. desember - Georg 6. varð konungur Bretlands þegar bróðir hans, Játvarður 8. afsalaði sér konungdómi til þess að geta gifst unnustu sinni.
- 26. desember - Kínversku borgarastyrjöldinni lauk.
- 5 milljónir dóu úr hungursneyð í vestur-Kína á árinu.
Fædd
breyta- 28. janúar - Alan Alda, leikari
- 28. janúar - Ismail Kadare, rithöfundur
- 6. mars - Choummaly Sayasone, forseti Laos.
- 18. mars - F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku (d. 2021).
- 22. júní - Kris Kristofferson, bandarískur tónlistarmaður og leikari (d. 2024)
- 29. ágúst - John McCain, bandarískur stjórnmálamaður (d. 2018)
- 3. september - Zine El Abidine Ben Ali, forseti Túnis (d. 2019).
- 7. september - Buddy Holly, bandarískur söngvari (d. 1959)
- 29. september - Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. (d. 2023)
- 20. október - Ingimar Eydal, íslenskur tónlistarmaður (d. 1993).
- 8. desember - David Carradine, bandarískur leikari (d. 2009)
- 17. desember - Frans páfi
Dáin
breyta- 18. janúar - Rudyard Kipling, breskur rithöfundur (f. 1865)
- 20. janúar - Georg 5., Bretakonungur (f. 1865)
- 22. júní - Moritz Schlick, heimspekingur (f. 1882)
- 3. júlí - Kjartan Þorvarðsson, íslenskur knattspyrnumaður og íþróttaforkólfur (f. 1898).
- 2. september - Niels Neergaard, danskur sagnfræðingur og forsætisráðherra (f. 1854).