Buddy Holly
Charles Hardin Holley (7. september 1936 – 3. febrúar 1959), betur þekktur sem Buddy Holly, var bandarískur söngvari og lagahöfundur og einn af frumkvöðlum rokksins. Hann sló fyrst í gegn með laginu „That'll Be the Day“ sem hann tók upp með hljómsveit sinni The Crickets árið 1957 (árið áður hafði hann tekið lagið upp fyrir Decca en það hafði ekki náð hylli). Hann var þekktur fyrir sérkennilegan „hikstandi“ söngstíl í lögum eins og „That'll Be the Day“, „Peggy Sue“ og „Not Fade Away“. Hann lést í flugslysi þann 3. febrúar árið 1959, einu og hálfu ári eftir að hann sló í gegn. Með í flugvélinni voru þeir Ritchie Valens og The Big Bopper.
Buddy Holly | |
---|---|
Fæddur | Charles Hardin Holley 7. september 1936 |
Dáinn | 3. febrúar 1959 (22 ára) Clear Lake, Iowa, BNA |
Dánarorsök | Flugslys |
Störf |
|
Ár virkur | 1952–1959 |
Tónlistarferill | |
Stefnur | |
Hljóðfæri |
|
Útgefandi |
Útgefið efni
breytaBreiðskífur
breyta- Buddy Holly (1958)
- That'll Be the Day (1958)
Með The Crickets
breyta- The "Chirping" Crickets (1957)
Tilvísanir
breyta- ↑ Tobler, John The Buddy Holly Story, published 1979 Beaufort Books