Taíno voru frumbyggjar í Karíbahafi, en menning þeirra er í heiðri höfð af afkomendum Taíno fólksins og samfélögum sem vilja endurvekja Taíno menningu .[1][2] Þegar Evrópubúar komu á þetta landsvæði seint á 15. öld var Taíno fólkið helstu íbúar flestra svæða þar sem nú er Kúba, Dóminíska lýðveldið, Jamaíka, Haítí, Púertó Ríkó, Bahamaeyjar og norðurhluta Litlu-Antillaeyja. Taíno fólk af Lucayan grein Taíno var fyrsta Nýja heimsþjóðin sem Kristófer Kólumbus hitti á Bahama-eyjum þann 12. október 1492. Taíno-indíánar töluðu Arawak mállýsku. Þeir bjuggu í landbúnaðarfélögum sem stjórnað var af foringjum (caciques) sem höfðu fasta búsetu og erfðir þeirra gengu í móðurætt. Trúarbrögð Taíno fólksins byggði á skurðgoðadýrkun (zemi).[2]

Endurgerð Taino hús
Teikning af arawak konu eftir John Gabriel Stedman 1818. Taino er einn af arawak ættstofnunum.

Tílvísanir

breyta
  1. Oliver, José R. (2009). „Who Were the Taínos and Where Did They Come From? Believers of Ceíism“. Caciques and Cemi Idols: The Web Spun by Taino Rulers Between Hispaniola and Puerto Rico. University of Alabama Press. bls. 6. ISBN 978-0-8173-5515-9.
  2. 2,0 2,1 Rouse 1992.