Appelsína (einnig verið kölluð glóaldin og gullepli) er ávöxtur sítrustrésins Citrus sinensis. Appelsínur eiga uppruna sinn að rekja til Suðaustur-Asíu, en til greina sem upprunastaðir appelsínunar koma Indland, Pakistan, Víetnam eða Kína. Hún er blendingur á milli pomelo og (Citrus maxima) og mandarínu (Citrus reticulata). Erfðaefni hennar er ~25% pomelo og ~75% mandarína;[1][2]

Appelsína
Blóm og ávextir Appelsínutrés
Blóm og ávextir Appelsínutrés
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Undirflokkur: Rosidae
Ættbálkur: Sápuberjaættbálkur (Sapindales)
Ætt: Glóaldinætt (Rutaceae)
Ættkvísl: Sítrus (Citrus)
Tvínefni
Citrus x sinensis
(L.)

Orðið appelsína

breyta

Í sumum tungumálum, til dæmis hollensku (Sinaasappel) og íslensku, merkir orðið appelsína epli frá Kína. Endingin -sína í orðinu appelsína er í raun gamalt heiti á Kína, en það var nefnt Sína á Latínu hér áður fyrr. Eldra íslenskt heiti á appelsínu er eyjarepli, en það er þannig til komið að fyrstu appelsínurnar sem Íslendingar kynntust komu frá Sikiley.

Appelsínutré

breyta

Appelsínutré vaxa ekki á Íslandi. Þó geta appelsínutré verið inni í húsum á norðlægum slóðum. Þau finnast hins vegar á hitabeltisslóðum t.d. á Spáni, Ameríku og Brasilíu. Appelsínur eru góð uppspretta c vítamíns.[3] Auðvelt er að rækta appelsínutré af steinum en yfirleitt eru plönturnar ekki eins blómviljugar og þær sem eru ræktaðar af græðlingum. Þarf þá fyrst að taka steinana, þvo og láta þorna í nokkra daga áður en þeir eru settir í pott með rakri mold.[4]

Appelsínur þekkjast ekki villtar; það er talið að þær séu upprunnar í Suður Kína, Norðaustur Indlandi og hugsanlega suðaustur Asíu. Og þær hafi verið fyrst ræktaðar í Kína um 2500 BC. Sætar appelsínur komu til Evrópu (Ítalía, Spánn og Portúgal) frá Indlandi í byrjun fimmtándu aldar (1400). Fyrir þann tíma voru aðeins súrar (Citrus bergamia Risso) eða beiskar (Citrus aurantium) appelsínur í ræktun í Ítalíu og Spáni. Frá Spáni breiddist ræktun appelsínutrjáa út til Ameríku, Afríku og Ástralíu.

Það eru nokkur afbrigði af sætum appelsínum. Eitt það algengasta nefnist Valenciae, sem kemur frá Spáni og er einnig ræktað í Afríku og Ástralíu.

Önnur gerð af sætum appelsínum nefnist blóðappelsínur. Þessar appelsínur hafa oft rauða bletti á hýðinu, og sumsstaðar innan í ávextinum getur litið út eins og þær séu fylltar blóði. Sumar blóðappelsínur hafa safa sem er blóðrauður.

 
Nafla appelsínur
 

Um 1850 var tré í klausturgarði í Brasílíu sem hafði merkilegan ávöxt.[5] Hver appelsína leit nokkð eðlilega út, nema þær voru frælausar og neðst í hverri appelsínu er dvergappelsína sem er síamstvíburi hinnar stærri. Minni appelsínan myndar nokkurskonar nafla og þaðan er nafnið komið. Þær eru mjög sætar og auðvelt er að afhýða þær. Þetta gerði þær vinsælar til sölu. En þar sem þr eru frælausar er ekki hægt að sá til þeirra. Aðeins er hægt að fjölga þeim með græðlingum. Það gerir að allar appelsínur af þessari sort er erfðafræðilega sama tréð og var í klausturgarðinum í Brasílíu.[5]

Jaffa appelsínur, eða Shamouti, er sætt, næstum steinlaust appelsínu afbrigði með seigu hýði sem gerir þær sérstaklega hentugar til útflutnings.

Tilvísanir

breyta
  1. „The draft genome of sweet orange (Citrus sinensis)“. Nature Genetics. 45: 59–66. Jan 2013. doi:10.1038/ng.2472. PMID 23179022.
  2. Andrés García Lor (2013). Organización de la diversidad genética de los cítricos (PDF) (Thesis). bls. 79.
  3. „Vitamin C content“.
  4. Maja-Lisa Furusjö (1986). Allt um inniplöntur - Ræktun af ávaxtakjörnum. Vaka. bls. 22.
  5. 5,0 5,1 „Who Put The Navel In Navel Oranges? : NPR“. npr.org. Sótt 23. apríl 2009.