Rudolf Hess

Þýskur nasistaleiðtogi (1894-1987)

Rudolf Walter Richard Hess (þýska: Rudolf Heß, 1894-1987) var þýskur stjórnmálamaður, háttsettur meðlimur Nasistaflokksins og aðstoðarmaður Adolf Hitlers.

Rudolf Hess
Hess árið 1933.
Staðgengill foringja Nasistaflokksins
Í embætti
21. apríl 1933 – 12. apríl 1941
LeiðtogiAdolf Hitler
ForveriEmbætti stofnað
EftirmaðurMartin Bormann (sem forseti aðalráðs Nasistaflokksins)
Persónulegar upplýsingar
Fæddur26. apríl 1894
Alexandríu, Egyptalandi
Látinn17. ágúst 1987 (93 ára) Spandau-fangelsi, Vestur-Berlín, Vestur-Þýskalandi
DánarorsökSjálfsmorð
StjórnmálaflokkurNasistaflokkurinn (1920–1941)
MakiIlse Pröhl (g. 20. desember 1927)
BörnWolf Rüdiger Hess (18. nóvember 1937 – 14. október 2001)
HáskóliLudwig-Maximilian-háskóli
Undirskrift

Æska og yngri ár breyta

Hess fæddist í Alexandríu í Egyptalandi og var sonur kaupmannsins Johanns Fritz Hess og Klöru, konu hans. Hess sótti þýska grunnskólann í Alexandríu en fór í menntaskóla í Bad Godesberg í Þýskalandi. Eftir menntaskólann hóf hann nám í Hamborg en lauk því aldrei, því hann gekk sjálfviljugur í þýska herinn þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út. Í hernum var hann til að byrja með í fótgönguliðinu, en seinna flugmaður.

Stjórnmálaferill breyta

Eftir stríðið nam Hess við háskólann í München og gerðist þar þjóðernissinni.[1] Á Münchenarárunum kynntist Hess Ernst Röhm og Heinrich Himmler. Árið 1920 gekk Hess í Nasistaflokkinn og var meðal fyrstu meðlima þess flokks. Hess tók þátt í bjórkjallarauppreisninni 1923. Þegar nasistar komust til valda í Þýskalandi 1933 var Hess skipaður ráðherra.

Flugið til Bretlands breyta

10. maí 1941 flaug Hess til Skotlands í herflugvél í þeirri von að geta liðkað til fyrir friðarsamningum milli Þýskalands og Bretlands.[2] Bretar veittu honum hinsvegar enga áheyrn og settu hann í fangelsi. Hess var háttsettur í þýska kerfinu en þrátt fyrir það og að oft sé talið að Hess hafi átt að vera arftaki Hitlers, gerðu Þjóðverjar ekkert í þessu. Hitler sagði eftir að Hess var fangaður að Hess hefði misst vitið og farið á eigin vegum.[3] Ólíklegt verður að teljast að Hess hefði gert þetta af eigin frumkvæði í því stífa skipulagi og alræði sem einkenndi Hitler. Viðkvæm hlið á þessu er einnig sú staðreynd að bróðir Bretlandskonungs, sem Hess fór til fundar við í Skotlandi, var talinn hallur undir Þjóðverjana, sem var mjög viðkvæmt mál í Bretlandi — og þess vegna hafði Hess væntingar um árangur viðræðna við hann. Bretar plötuðu þó Hess og þarna var hann handtekinn.

Nürnbergréttarhöldin breyta

 
Rudolf Hess (annar frá vinstri í fyrstu röð) við réttarhöldin í Nürnberg

Við réttarhöldin í Nürnberg að stríðinu loknu var Hess gefið að sök að hafa staðið að skipulagningu árásarstríðs og að hafa brotið gegn heimsfriðinum. Hann var af dómstólnum úrskurðaður sekur og dæmdur í ævilangt fangelsi.

Eftir dóminn breyta

Dóminn afplánaði Hess í fangelsinu í Spandau og var raunar mikinn hluta þess tíma sem hann sat þar eini fanginn í fangelsinu.[4] Árið 1987 er hann sagður hafa framið sjálfsmorð í klefa sínum. Samkvæmt opinberum skýringum hengdi hann sig með rafmagnssnúru í klefa sínum.[5]

Tilvísanir breyta

  1. „Rudolf Hess“. Morgunblaðið. 11. september 1966. bls. 2; 14.
  2. „Steinrunninn í steininum“. Vikan. 18. júlí 1985. bls. 38-39.
  3. „Rudolf Hess: Einmanalegasti fangi veraldar“. Tíminn. 14. júlí 1974. bls. 27.
  4. „Rudolf Hess: Aleinn í sex hundruð manna fangelsi“. Mánudagsblaðið. 10. febrúar 1975. bls. 5.
  5. Guðmundur Halldórsson (4. júní 1989). „Var Hess myrtur?“. Morgunblaðið. bls. 32-33.


Fyrirrennari:
Fyrstur í embætti
Staðgengill foringja Nasistaflokksins
(21. apríl 193312. apríl 1941)
Eftirmaður:
Martin Bormann
(sem forseti aðalráðs Nasistaflokksins)


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.